Fótbolti

Mandela er í stúkunni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nelson Mandela hefur haft hægt um sig á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku en hann er meðal áhorfenda á úrslitaleiknum milli Hollands og Spánar sem nú stendur yfir.

Rétt fyrir mót lést barnabarn Mandela í bílslysi og mætti Mandela því ekki á opnunarleikinn.

Á lokahátíð mótsins í dag var Mandela keyrt um völlinn á golfbíl og fékk hann góðar móttökur áhorfenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×