Fótbolti

Árangurinn kom þjálfara Úrúgvæ á óvart

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Oscar Tabarez, þjálfari Úrúgvæ, reyndi að líta á björtu hliðarnar eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær. Hann er ánægður með mótið heilt yfir og segir að liðið geti byggt á árangrinum í framtíðinni.

"Við sýndum að við getum keppt við hvaða lið í heimi sem er," sagði þjálfarinn sem verður væntanlega áfram með liðið.

"Úrúgvæ kom liða mest á óvart á þessu móti og við áttum okkur ekkert á því hvað er að gerast heima fyrir. Þetta kom mér á óvart, en það er það sem er svo fallegt við íþróttina."

"Við höfum lagt gríðarlega mikla vinnu í þetta," sagði þjálfarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×