Úrúgvæski sóknarmaðurinn Diego Forlan fór hreinlega á kostum á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku. Frammistaða hans skilaði honum gullknettinum, hann var valinn besti leikmaður mótsins af fjölmiðlamönnum.
Forlan fékk 23,4 prósent atkvæða en Úrúgvæ endaði í fjórða sæti mótsins og Forlan skoraði fimm mörk á mótinu.
Hollenski leikstjórnandinn Wesley Sneijder var annar í kjörinu með 21,8 prósent atkvæða en David Villa hjá Spáni þriðji.
Þjóðverjinn Thomas Muller var valinn besti ungi leikmaðurinn en Þýskaland vann Úrúgvæ í leiknum um þriðja sæti mótsins. Muller var markakóngur mótsins.