Enski boltinn

Steve Coppell hættur með Bristol City eftir aðeins tvo leiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve Coppell.
Steve Coppell. Mynd/AFP
Steve Coppell, stjóri Bristol City, hætti með liðið í dag og ætlar ekki að gerast aftur knattspyrnustjóri hjá neinu öðru liði í framtíðinni. Aðstoðarmaður Coppell, Keith Millen, tekur við liðinu og hefur þegar skrifað undir þriggja ára samning.

Bristol City náði að spila aðeins einn deildarleik undir stjórn Steve Coppell en liðið tapaði 3-0 á móti Millwall um helgina í fyrsta leiknum í B-deildinni. Bristol City féll hinsvegar út úr enska deildarbikarnum í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir Southend.

Steve Coppell er 55 ára gamall og snéri aftur í sumar eftir að hafa tekið sér stutta hvíld frá stjórastörfum. Coppell var stjóri Íslendingaliðsins Reading frá 2003 til 2009 og þar á undan stýrði hann meðal annars liðum eins og Manchester City, Crystal Palace, Brentford og Brighton & Hove Albion.

Steve Coppell sagði í tilkynningu að hann hefði hugsað sig vel um og talið að þetta væri besta ákvörðunin fyirr bæði hann og félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×