Enski boltinn

Eiður sagður vera á leið til Fulham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Breska blaðið Daily Mail heldur því fram í kvöld að Eiður Smári Guðjohnsen muni semja við enska úrvalsdeildarliðið Fulham á næstu 24 tímum.

Hann kæmi til félagsins að láni frá franska félaginu Monaco.

Fleiri félög hafa verið með Eið í sigtinu og þar á meðal Birmingham og Glasgow Rangers.

Lengi vel var talið að Eiður færi aftur til Tottenham en áhugi Spurs á Eiði virðist hafa verið minni en í fyrstu var talið.

Eiður verður samt örugglega ekki á Craven Cottage á morgun því hann er á Íslandi að undirbúa sig fyrir landsleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×