Íslenski boltinn

Framarar ósáttir við KSÍ

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brynjar Jóhannesson og félagar í Fram eru ekki sáttir við KSÍ.
Brynjar Jóhannesson og félagar í Fram eru ekki sáttir við KSÍ.

Eins og fram kom á Vísi í gær þá voru Framarar sektaðir um 25 þúsund krónur af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir að hafa verið með ólögleg leyfisgögn árið 2009.

Framarar eru mjög ósáttir við vinnubrögð KSÍ í málinu og segja að KSÍ taki ekkert tillit til sjónarmiða þeirra í málinu.

Vísir fékk senda yfirlýsingu frá Fram vegna málsins og hana má lesa hér að neðan.

Af umfjöllun um að KSÍ hafi úrskurðað að leyfisgögn Fram vegna ársins 2009 hafi verið vísvitandi röng, vill stjórn Fram FFR koma eftirfarandi á framfæri:

Fram hefur alltaf lagt mikinn metnað í að vanda vel gerð leyfisgagna til KSÍ og eins var varðandi leyfisgögn vegna ársins 2009. Hins vegar kom upp mál sl. haust sem framkvæmdastjóri KSÍ sá ástæðu til að taka til umfjöllunar varðandi umrædd leyfisgögn og fékk Fram athugasemdir þar um.

Fram svaraði því með ítarlegri greinargerð og gögnum, þar sem var gerð grein fyrir fyrir málinu af hálfu Fram.

Stjórn Fram FFR er mjög ósátt við vinnubrögð KSÍ í málinu, niðurstöðu þess og að KSÍ hafi ekki séð ástæðu til að taka neitt tillit til málefnalegra andmæla félagsins.

Umfjöllun sem verið hefur um málið í fjölmiðlum er til þess fallin að rýra trúverðugleika og traust til félagsins, af henni má skilja að Fram hafi vísvitandi haft rangt við varðandi leyfisreglur KSÍ.

Stjórn Fram FFR vísar því á bug, en leggur áherslu á að hér eftir sem hingað til leggur félagið metnað í að vanda vel frágang leyfisgagna til KSÍ.

Stjórn Fram FFR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×