Fótbolti

Webb sáttur við sína frammistöðu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Enski dómarinn Howard Webb er ánægður með frammistöðu sína í úrslitaleik HM en hann hefur verið talsvert gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Webb gaf 14 gul spjöld í leiknum og þar af fékk Johnny Heitinga tvö og þar með rautt.

„Það skiptir ekki máli hvaða leik maður er að dæma. Maður vill aldrei vera í sviðsljósinu. Ég varð samt að vera áberandi til þess að hafa stjórn á þessum leik," sagði Webb í yfirlýsingu.

„Það var ekki um annað að velja en að stýra leiknum á þennan hátt. Eftir leikinn var ég og meðdómarar mínir sáttir við okkar frammistöðu. Við stóðum okkur vel í erfiðum leik við erfiðar kringumstæður. Þetta var gríðarlega erfiður leikur að dæma fyrir alla dómara. Þetta var einn erfiðasti leikur sem ég hef dæmt en ég tel mig hafa gert allt sem ég gat gert til þess að hafa fókusinn á fótboltanum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×