Enski boltinn

Jovanovic íhugar að fara frá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Umboðsmaður Serbans Milan Jovanovic hjá Liverpool segir að leikmaðurinn ætli að fá sig lausan frá Liverpool í janúar ef hann fær ekki að spila meira.

Jovanovic kom frítt til félagsins í sumar og hefur ekki gengið sem skildi í búningi Liverpool. Nú er svo komið að hann fær mjög lítið að spila.

Hann virðist ekki vera mjög þolinmóður þar sem hann er þegar farinn að líta í kringum sig.

"Hann vill sýna hvað hann getur en það er frekar erfitt á bekknum. Ef svo verður áfram um mánaðarmótin verðum við að skoða hans stöðu," sagði umbinn og bætti við að það væru nóg af félögum sem vildu fá hann í sínar raðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×