Enski boltinn

Grant vill Parker í enska landsliðið

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Scott Parker
Scott Parker Getty Images

Awram Grant, knattspyrnustjóri West Ham, er hissa að Scott Parker skuli ekki hafa fengið kallið í enska landsliðið í haust. Parker hefur leikið vel með West Ham sem hefur þó verið í vandræðum í ensku deildinni og situr á botni deildarinnar.

„Það er engin spurning að Parker hefur leikið best allra miðjumanna í ensku deildinni í haust. Ég þarf að tala við Capello. Ég er ekki landsliðsþjálfarinn en Parker á skilið að vera í enska landsliðinu," segir Grant um leikmann sinn.

„Hann hefur leikið vel bæði varnar- og sóknarlega. Hann er klókur leikmaður, góður strákur og mjög jákvæður."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×