Enski boltinn

Portsmouth vill halda James

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David James.
David James. Nordic Photos / Getty Images

Portsmouth hefur staðfest að félagið hafi gert David James markverði óformlegt tilboð um að vera áfram í herbúðum félagsins.

Í síðustu viku var greint frá því að engum leikmanni sem væri að renna út á samningi við félagið yrði boðinn nýr samningur í sumar. David James væri einn þeirra.

En nú segir Andrew Andronikou, skiptastjóri Portsmouth, að það sé undir James sjálfum komið hvort hann vilji vera áfram. Portsmouth er nú í greiðslustöðvun vegna mikill fjárhagsörðugleika en félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

„Fyrir tveimur vikum hittum við umboðsmaðinn hans og sögðum honum að við vildum halda David," sagði Andronikou við enska fjölmiðla.

„Það hefur verið lagt fram óformlegt tilboð og vonandi verður hægt að ganga í þetta mál á næstu dögum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×