Enski boltinn

John Terry og Frank Lampard með Chelsea um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry og Frank Lampard.
John Terry og Frank Lampard. Mynd/AFP
Fyrirliðar Chelsea-liðsins, John Terry og Frank Lampard, gætu báðir spilað með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi en þeir misstu af landsleikjum Englendinga í dag og á föstudaginn vegna meiðsla.

John Terry meiddist aftan í læri en Lampard fór í aðgerð á nára. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea-liðsins, er bjartsýnn á það á þessir sterku leikmenn verði með á móti West Ham þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um næstu helgi.

„Lampard fór í aðgerð og hann ætti að byrja aftur að æfa í þessari viku. Ég veit ekki hvenær hann verður orðinn klár en það ræðst mikið af æfingunum í vikunni," sagði Carlo Ancelotti.

„Terry fór ekki í aðgerð en hann notaði síðustu viku til þess að ná sér góðum af meiðslunum. Hann byrjar að æfa með liðinu í vikunni og ætti að geta spilað á móti West Ham," sagði Ancelotti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×