Enski boltinn

Liverpool segir að Dirk Kuyt missi af næstu sex leikjum liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Kuyt.
Dirk Kuyt. Mynd/AFP

Dirk Kuyt verður ekkert með Liverpool næstu fjórar vikurnar eftir að hafa meiðst illa á vinstri öxl á æfingu með hollenska landsliðinu í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá Liverpoo mun Dirk Kuyt missa af sex leikjum Liverpool þar á meðal leiki á móti Manchester United og sínu gamla liði, FC Utrecht.

Peter Brukner, læknir Liverpool, segir að Kuyt hafi meiðst á mótum axlar og viðbeins en hann var þá að reyna hjólhestaspyrnu á æfingu en lenti illa.

Kyut skoraði í fyrsta leik Hollendinga í undankeppninni sem var á móti San Marínó á föstudaginn en hann missir að sjálfsögðu af leik liðsins við Finna í kvöld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×