Lionel Messi mætir félögum sínum hjá Barcelona í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2010 14:30 Lionel Messi skoraði í síðasta landsleik á móti Spáni. Mynd/AFP Leikur heimsmeistara Spánverja og Argentínu í Buenos Aires í kvöld er aðeins vináttuleikur en þrátt fyrir það er örugglega mikið undir í leiknum og þá sérstaklega hjá heimamönnum. Argentínumenn líta örugglega á þennan leik sem tækifæri til að sýna nýkrýndum heimsmeisturum hvaða landslið er í raun það besta í heimi. Argentínumenn byrjuðu vel á HM og var spáð heimsmeistaratitlinum um tíma en þeir steinlágu fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum og fengu aldrei tækifærið til að mæta Spánverjum sem fóru síðan alla leið og unnu heimsmeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld fer fram á Monumental-vellinum sem er heimavöllur River Plate og það er búist við því að 65 þúsund manns mæti á völlinn þar sem nær allir verða á bandi heimamanna. Lionel Messi verður þarna í sérstakri stöðu því hann mætir þarna mörgum félögum sínum í Barcelona sem spila stórt hlutverk með spænska landsliðinu. Messi hefur farið á kostum við hlið þeirra Andres Iniesta, Sergio Busquets, Pedro Rodríguez, Gerard Piqué, Carles Puyol og Xavi Hernandez í liði Barcelona en hefur ekki fundið sig nærri því eins vel með argentínska landsliðinu. „Ég myndi nú frekar hafa Messi í mínu liði. Leo spilar alltaf vel, hann hefur einstaka hæfileika og er alltaf gríðarlega ógn," sagði Andres Iniesta við blaðamenn fyrir leikinn. Sergio Batista þjálfar nú argentínska liðið og hann hefur gert talsverðar breytingar á liðinu sem Diego Maradona telfdi fram á HM í Suður-Afríku. Batista hefur meðal annars kallað á þá Javier Zanetti og Esteban Cambiasso sem fóru á kostum með Internazionale á síðasta tímabili en voru ekki nógu góðir að mati Maradona. „Argentína hefur burði til að vinna okkur. Þeir hafa frábæra leikmenn innan sinna raða," sagði Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja. Argentína og Spánn hafa mæst 12 sinnum í sögunni. Báðar þjóðir hafa unnið fimm leiki og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Spánverjar unnu síðasta leik 2-1 sem fram fór í Madríd á síðasta ári. Xabi Alonso skoraði bæði mörk Spánverja úr vítum en Lionel Messi jafnaði í millitíðinni og kom það mark einnig af vítapunktinum. Fótbolti Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leikur heimsmeistara Spánverja og Argentínu í Buenos Aires í kvöld er aðeins vináttuleikur en þrátt fyrir það er örugglega mikið undir í leiknum og þá sérstaklega hjá heimamönnum. Argentínumenn líta örugglega á þennan leik sem tækifæri til að sýna nýkrýndum heimsmeisturum hvaða landslið er í raun það besta í heimi. Argentínumenn byrjuðu vel á HM og var spáð heimsmeistaratitlinum um tíma en þeir steinlágu fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum og fengu aldrei tækifærið til að mæta Spánverjum sem fóru síðan alla leið og unnu heimsmeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld fer fram á Monumental-vellinum sem er heimavöllur River Plate og það er búist við því að 65 þúsund manns mæti á völlinn þar sem nær allir verða á bandi heimamanna. Lionel Messi verður þarna í sérstakri stöðu því hann mætir þarna mörgum félögum sínum í Barcelona sem spila stórt hlutverk með spænska landsliðinu. Messi hefur farið á kostum við hlið þeirra Andres Iniesta, Sergio Busquets, Pedro Rodríguez, Gerard Piqué, Carles Puyol og Xavi Hernandez í liði Barcelona en hefur ekki fundið sig nærri því eins vel með argentínska landsliðinu. „Ég myndi nú frekar hafa Messi í mínu liði. Leo spilar alltaf vel, hann hefur einstaka hæfileika og er alltaf gríðarlega ógn," sagði Andres Iniesta við blaðamenn fyrir leikinn. Sergio Batista þjálfar nú argentínska liðið og hann hefur gert talsverðar breytingar á liðinu sem Diego Maradona telfdi fram á HM í Suður-Afríku. Batista hefur meðal annars kallað á þá Javier Zanetti og Esteban Cambiasso sem fóru á kostum með Internazionale á síðasta tímabili en voru ekki nógu góðir að mati Maradona. „Argentína hefur burði til að vinna okkur. Þeir hafa frábæra leikmenn innan sinna raða," sagði Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja. Argentína og Spánn hafa mæst 12 sinnum í sögunni. Báðar þjóðir hafa unnið fimm leiki og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Spánverjar unnu síðasta leik 2-1 sem fram fór í Madríd á síðasta ári. Xabi Alonso skoraði bæði mörk Spánverja úr vítum en Lionel Messi jafnaði í millitíðinni og kom það mark einnig af vítapunktinum.
Fótbolti Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira