Lionel Messi mætir félögum sínum hjá Barcelona í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2010 14:30 Lionel Messi skoraði í síðasta landsleik á móti Spáni. Mynd/AFP Leikur heimsmeistara Spánverja og Argentínu í Buenos Aires í kvöld er aðeins vináttuleikur en þrátt fyrir það er örugglega mikið undir í leiknum og þá sérstaklega hjá heimamönnum. Argentínumenn líta örugglega á þennan leik sem tækifæri til að sýna nýkrýndum heimsmeisturum hvaða landslið er í raun það besta í heimi. Argentínumenn byrjuðu vel á HM og var spáð heimsmeistaratitlinum um tíma en þeir steinlágu fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum og fengu aldrei tækifærið til að mæta Spánverjum sem fóru síðan alla leið og unnu heimsmeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld fer fram á Monumental-vellinum sem er heimavöllur River Plate og það er búist við því að 65 þúsund manns mæti á völlinn þar sem nær allir verða á bandi heimamanna. Lionel Messi verður þarna í sérstakri stöðu því hann mætir þarna mörgum félögum sínum í Barcelona sem spila stórt hlutverk með spænska landsliðinu. Messi hefur farið á kostum við hlið þeirra Andres Iniesta, Sergio Busquets, Pedro Rodríguez, Gerard Piqué, Carles Puyol og Xavi Hernandez í liði Barcelona en hefur ekki fundið sig nærri því eins vel með argentínska landsliðinu. „Ég myndi nú frekar hafa Messi í mínu liði. Leo spilar alltaf vel, hann hefur einstaka hæfileika og er alltaf gríðarlega ógn," sagði Andres Iniesta við blaðamenn fyrir leikinn. Sergio Batista þjálfar nú argentínska liðið og hann hefur gert talsverðar breytingar á liðinu sem Diego Maradona telfdi fram á HM í Suður-Afríku. Batista hefur meðal annars kallað á þá Javier Zanetti og Esteban Cambiasso sem fóru á kostum með Internazionale á síðasta tímabili en voru ekki nógu góðir að mati Maradona. „Argentína hefur burði til að vinna okkur. Þeir hafa frábæra leikmenn innan sinna raða," sagði Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja. Argentína og Spánn hafa mæst 12 sinnum í sögunni. Báðar þjóðir hafa unnið fimm leiki og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Spánverjar unnu síðasta leik 2-1 sem fram fór í Madríd á síðasta ári. Xabi Alonso skoraði bæði mörk Spánverja úr vítum en Lionel Messi jafnaði í millitíðinni og kom það mark einnig af vítapunktinum. Fótbolti Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Fleiri fréttir Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sjá meira
Leikur heimsmeistara Spánverja og Argentínu í Buenos Aires í kvöld er aðeins vináttuleikur en þrátt fyrir það er örugglega mikið undir í leiknum og þá sérstaklega hjá heimamönnum. Argentínumenn líta örugglega á þennan leik sem tækifæri til að sýna nýkrýndum heimsmeisturum hvaða landslið er í raun það besta í heimi. Argentínumenn byrjuðu vel á HM og var spáð heimsmeistaratitlinum um tíma en þeir steinlágu fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum og fengu aldrei tækifærið til að mæta Spánverjum sem fóru síðan alla leið og unnu heimsmeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld fer fram á Monumental-vellinum sem er heimavöllur River Plate og það er búist við því að 65 þúsund manns mæti á völlinn þar sem nær allir verða á bandi heimamanna. Lionel Messi verður þarna í sérstakri stöðu því hann mætir þarna mörgum félögum sínum í Barcelona sem spila stórt hlutverk með spænska landsliðinu. Messi hefur farið á kostum við hlið þeirra Andres Iniesta, Sergio Busquets, Pedro Rodríguez, Gerard Piqué, Carles Puyol og Xavi Hernandez í liði Barcelona en hefur ekki fundið sig nærri því eins vel með argentínska landsliðinu. „Ég myndi nú frekar hafa Messi í mínu liði. Leo spilar alltaf vel, hann hefur einstaka hæfileika og er alltaf gríðarlega ógn," sagði Andres Iniesta við blaðamenn fyrir leikinn. Sergio Batista þjálfar nú argentínska liðið og hann hefur gert talsverðar breytingar á liðinu sem Diego Maradona telfdi fram á HM í Suður-Afríku. Batista hefur meðal annars kallað á þá Javier Zanetti og Esteban Cambiasso sem fóru á kostum með Internazionale á síðasta tímabili en voru ekki nógu góðir að mati Maradona. „Argentína hefur burði til að vinna okkur. Þeir hafa frábæra leikmenn innan sinna raða," sagði Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja. Argentína og Spánn hafa mæst 12 sinnum í sögunni. Báðar þjóðir hafa unnið fimm leiki og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Spánverjar unnu síðasta leik 2-1 sem fram fór í Madríd á síðasta ári. Xabi Alonso skoraði bæði mörk Spánverja úr vítum en Lionel Messi jafnaði í millitíðinni og kom það mark einnig af vítapunktinum.
Fótbolti Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Fleiri fréttir Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sjá meira