Umfjöllun: Grátlegt tap gegn Dönum á Parken Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Parken skrifar 7. september 2010 12:08 Úr leik liðanna í kvöld.. AFP Íslenska landsliðið var einstaklega óheppið þegar það mætti Dönum í Kaupmannahöfn í kvöld. Niðurstaðan var 1-0 sigur heimamanna með marki í uppbótartíma. Það lá fyrir áður en leikurinn hófst að Danir myndu vera meira með boltann og sækja hratt á íslenska liðið. Íslenska liðið var hins vegar vel undirbúið var og tókst að verjast flestum þeirra sóknaraðgerðum. Helst var það að hinn hættulegi Dennis Rommedahl náði að skapa hættu við íslenska markið í fyrri hálfleik og voru Danir duglegir að sækja upp hægri kantinn. Öll bestu færi heimamanna í fyrri hálfleik komu hægra megin frá. En Íslendingar héldu haus og héldu sínu í fyrri hálfleik. Lítið var um sóknaraðgerðir í fyrri hálfleik en það rættist betur úr því í upphafi þess síðari. Á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks átti Ísland nokkur ágæt færi sem hefði getað borið meiri árangur með smá heppni. Eftir því sem á leið unnu Danir sig aftur betur inn í leikinn og fóru að ógna íslenska markinu á ný. Undir lok leiksins var ekki margt sem benti til þess að Dönum tækist að skora. En þegar komið var í uppbótartíma náði Rommedahl að renna boltanum út í teiginn þar sem miðjumaðurinn Thomas Kahlenberg var mættur. Hann hafði lítið látið bera á sér í leiknum en nýtti þetta færi vel. Íslenska vörnin hafði sofið á verðinum og hálf slysalegt skot Kahlenberg rataði í markið eftir að hafa breytt um stefnu. Í níutíu mínútur hafði íslenska liðið varist mjög vel og náð að kæfa vel flestar sóknaraðgerðir heimamanna. Danir virtust eiga fá ráð við þessum agaða varnarleik og kom ákveðið óðagot á leik þeirra eftir því sem á leið síðari hálfleikinn. Niðurstaðan því afar svekkjandi og það er erfitt að vera ánægður eftir tvo tapleiki íslenska landsliðsins í röð. En það er þó margt við leik liðsins sem gefur tilefni til að ætla að það séu betri tímar í vændum. Danmörk - Ísland 1-01-0 Thomas Kahlenberg (91.) Parken. Dómari: Douglas McDonald, Skotlandi 6 Áhorfendur: 18.908 Skot (á mark): 15-7 (7-3) Varin skot: Lindegaard 3 - Gunnleifur 5 Horn: 3-2 Aukaspyrnur fengnar: 16-7 Rangstöður: 1-0 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Danmörk - Ísland. Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira
Íslenska landsliðið var einstaklega óheppið þegar það mætti Dönum í Kaupmannahöfn í kvöld. Niðurstaðan var 1-0 sigur heimamanna með marki í uppbótartíma. Það lá fyrir áður en leikurinn hófst að Danir myndu vera meira með boltann og sækja hratt á íslenska liðið. Íslenska liðið var hins vegar vel undirbúið var og tókst að verjast flestum þeirra sóknaraðgerðum. Helst var það að hinn hættulegi Dennis Rommedahl náði að skapa hættu við íslenska markið í fyrri hálfleik og voru Danir duglegir að sækja upp hægri kantinn. Öll bestu færi heimamanna í fyrri hálfleik komu hægra megin frá. En Íslendingar héldu haus og héldu sínu í fyrri hálfleik. Lítið var um sóknaraðgerðir í fyrri hálfleik en það rættist betur úr því í upphafi þess síðari. Á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks átti Ísland nokkur ágæt færi sem hefði getað borið meiri árangur með smá heppni. Eftir því sem á leið unnu Danir sig aftur betur inn í leikinn og fóru að ógna íslenska markinu á ný. Undir lok leiksins var ekki margt sem benti til þess að Dönum tækist að skora. En þegar komið var í uppbótartíma náði Rommedahl að renna boltanum út í teiginn þar sem miðjumaðurinn Thomas Kahlenberg var mættur. Hann hafði lítið látið bera á sér í leiknum en nýtti þetta færi vel. Íslenska vörnin hafði sofið á verðinum og hálf slysalegt skot Kahlenberg rataði í markið eftir að hafa breytt um stefnu. Í níutíu mínútur hafði íslenska liðið varist mjög vel og náð að kæfa vel flestar sóknaraðgerðir heimamanna. Danir virtust eiga fá ráð við þessum agaða varnarleik og kom ákveðið óðagot á leik þeirra eftir því sem á leið síðari hálfleikinn. Niðurstaðan því afar svekkjandi og það er erfitt að vera ánægður eftir tvo tapleiki íslenska landsliðsins í röð. En það er þó margt við leik liðsins sem gefur tilefni til að ætla að það séu betri tímar í vændum. Danmörk - Ísland 1-01-0 Thomas Kahlenberg (91.) Parken. Dómari: Douglas McDonald, Skotlandi 6 Áhorfendur: 18.908 Skot (á mark): 15-7 (7-3) Varin skot: Lindegaard 3 - Gunnleifur 5 Horn: 3-2 Aukaspyrnur fengnar: 16-7 Rangstöður: 1-0 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Danmörk - Ísland.
Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira