Umfjöllun: Grátlegt tap gegn Dönum á Parken Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Parken skrifar 7. september 2010 12:08 Úr leik liðanna í kvöld.. AFP Íslenska landsliðið var einstaklega óheppið þegar það mætti Dönum í Kaupmannahöfn í kvöld. Niðurstaðan var 1-0 sigur heimamanna með marki í uppbótartíma. Það lá fyrir áður en leikurinn hófst að Danir myndu vera meira með boltann og sækja hratt á íslenska liðið. Íslenska liðið var hins vegar vel undirbúið var og tókst að verjast flestum þeirra sóknaraðgerðum. Helst var það að hinn hættulegi Dennis Rommedahl náði að skapa hættu við íslenska markið í fyrri hálfleik og voru Danir duglegir að sækja upp hægri kantinn. Öll bestu færi heimamanna í fyrri hálfleik komu hægra megin frá. En Íslendingar héldu haus og héldu sínu í fyrri hálfleik. Lítið var um sóknaraðgerðir í fyrri hálfleik en það rættist betur úr því í upphafi þess síðari. Á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks átti Ísland nokkur ágæt færi sem hefði getað borið meiri árangur með smá heppni. Eftir því sem á leið unnu Danir sig aftur betur inn í leikinn og fóru að ógna íslenska markinu á ný. Undir lok leiksins var ekki margt sem benti til þess að Dönum tækist að skora. En þegar komið var í uppbótartíma náði Rommedahl að renna boltanum út í teiginn þar sem miðjumaðurinn Thomas Kahlenberg var mættur. Hann hafði lítið látið bera á sér í leiknum en nýtti þetta færi vel. Íslenska vörnin hafði sofið á verðinum og hálf slysalegt skot Kahlenberg rataði í markið eftir að hafa breytt um stefnu. Í níutíu mínútur hafði íslenska liðið varist mjög vel og náð að kæfa vel flestar sóknaraðgerðir heimamanna. Danir virtust eiga fá ráð við þessum agaða varnarleik og kom ákveðið óðagot á leik þeirra eftir því sem á leið síðari hálfleikinn. Niðurstaðan því afar svekkjandi og það er erfitt að vera ánægður eftir tvo tapleiki íslenska landsliðsins í röð. En það er þó margt við leik liðsins sem gefur tilefni til að ætla að það séu betri tímar í vændum. Danmörk - Ísland 1-01-0 Thomas Kahlenberg (91.) Parken. Dómari: Douglas McDonald, Skotlandi 6 Áhorfendur: 18.908 Skot (á mark): 15-7 (7-3) Varin skot: Lindegaard 3 - Gunnleifur 5 Horn: 3-2 Aukaspyrnur fengnar: 16-7 Rangstöður: 1-0 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Danmörk - Ísland. Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Íslenska landsliðið var einstaklega óheppið þegar það mætti Dönum í Kaupmannahöfn í kvöld. Niðurstaðan var 1-0 sigur heimamanna með marki í uppbótartíma. Það lá fyrir áður en leikurinn hófst að Danir myndu vera meira með boltann og sækja hratt á íslenska liðið. Íslenska liðið var hins vegar vel undirbúið var og tókst að verjast flestum þeirra sóknaraðgerðum. Helst var það að hinn hættulegi Dennis Rommedahl náði að skapa hættu við íslenska markið í fyrri hálfleik og voru Danir duglegir að sækja upp hægri kantinn. Öll bestu færi heimamanna í fyrri hálfleik komu hægra megin frá. En Íslendingar héldu haus og héldu sínu í fyrri hálfleik. Lítið var um sóknaraðgerðir í fyrri hálfleik en það rættist betur úr því í upphafi þess síðari. Á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks átti Ísland nokkur ágæt færi sem hefði getað borið meiri árangur með smá heppni. Eftir því sem á leið unnu Danir sig aftur betur inn í leikinn og fóru að ógna íslenska markinu á ný. Undir lok leiksins var ekki margt sem benti til þess að Dönum tækist að skora. En þegar komið var í uppbótartíma náði Rommedahl að renna boltanum út í teiginn þar sem miðjumaðurinn Thomas Kahlenberg var mættur. Hann hafði lítið látið bera á sér í leiknum en nýtti þetta færi vel. Íslenska vörnin hafði sofið á verðinum og hálf slysalegt skot Kahlenberg rataði í markið eftir að hafa breytt um stefnu. Í níutíu mínútur hafði íslenska liðið varist mjög vel og náð að kæfa vel flestar sóknaraðgerðir heimamanna. Danir virtust eiga fá ráð við þessum agaða varnarleik og kom ákveðið óðagot á leik þeirra eftir því sem á leið síðari hálfleikinn. Niðurstaðan því afar svekkjandi og það er erfitt að vera ánægður eftir tvo tapleiki íslenska landsliðsins í röð. En það er þó margt við leik liðsins sem gefur tilefni til að ætla að það séu betri tímar í vændum. Danmörk - Ísland 1-01-0 Thomas Kahlenberg (91.) Parken. Dómari: Douglas McDonald, Skotlandi 6 Áhorfendur: 18.908 Skot (á mark): 15-7 (7-3) Varin skot: Lindegaard 3 - Gunnleifur 5 Horn: 3-2 Aukaspyrnur fengnar: 16-7 Rangstöður: 1-0 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsingu leiksins hér: Danmörk - Ísland.
Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira