Erlent

Almenningur reiður í New York - samgöngur enn í ólagi

Nítján þúsund borgarstarfsmenn New York borgar vinna að því að moka snjó, salta götur og hirða upp rusl í borginni en samgöngu hafa verið í ólagi síðan mikill snjóstormur geisaði á austurströnd Bandaríkjanna um helgina.

Borgarbúar eru reiðir og pirraðir vegna ófærðarinnar og sá Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, ástæðu til þess að ávarpa borgarbúa í Brooklyn í dag, en það hverfi hefur orðið verst úti.

Bloomberg fullvissaði borgarbúa í dag að samgöngur yrðu komnar í lag innan sólarhrings. Hann bað almenning um að vera þolinmóðan, stormurinn væri einstæður og að starfsfólk borgarinnar kappkostaði við að ryðja göturnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×