Enski boltinn

Enska 1. deildin: Heiðar skoraði í sigri QPR

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Heiðar fagnar marki sínu í dag.
Heiðar fagnar marki sínu í dag. GettyImages
Heiðar Helguson skoraði fyrir QPR sem vann Scunthorpe 2-0 í ensku Championship deildinni í knattspyrnu á Englandi í dag.

Heiðar vippaði boltanum snyrtilega yfir markmann Scunthorpe frá vítateigspunktinum með vinstri fæti og kom liðinu í 2-0. Honum var skipt af velli í uppbótartíma.

Aron Einar Gunnarsson kom inn á sem varamaður í liði Coventry sem lagði Derby 2-1. Aron spilaði í níu mínútur.

Gylfi Sigurðsson lék allan leikinn með Reading sem gerði 1-1 jafntefli við Nottingham Forest. Brynjar Björn Sigurðsson kom inn á sem varamaður strax á níundu mínútu.

Úrslit dagsins:

Bristol City 3-3 Barnsley

Burnley 3-0 Leicester

Cardiff 4-0 Doncaster

Coventry 2-1 Derby

Crystal Palace 1-2 Ipswich

Hull 0-0 Watford

Leeds United 3-1 Millwall

Norwich 2-0 Swansea

Preston 1-0 Portsmouth

QPR 2-0 Scunthorpe

Reading 1-1 Nott'm Forest




Fleiri fréttir

Sjá meira


×