Lífið

Fjárfestu í geðheilsu - myndband

Í kvöld klukkan 20:00 verða haldnir styrktartónleikar sem bera yfirskriftina „Þú getur!" í Vídalínskirkju í Garðabæ.

Markmiðið er að styrkja þá til náms sem orðið hafa fyrir áföllum eða eiga við geðræn veikindi að stríða, efla þjónustu við geðsjúka á sviði fræðslu og forvarna og draga úr fordómum gegn geðsjúkdómum.

„Við erum að fara að styrkja geðsjúka til náms vegna örðugleika við að halda sér í námi eða hreinlega fara í nám vegna geðsjúkdóma eða einhverra geðveilu," sagði Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir verkefnastjóri tónleikanna spurð um málefnið.

Á tónleikunum koma fram fjöldi listamanna eins og Bubbi, Páll Rósinkrans, Raggi Bjarna, Geir Ólafs, Haffi Haff, Júpíter, Margrét Eir og fleiri. Vigdís Finnbogadóttir verður heiðursgestur.

Miðar á tónleikana fást í Lyfju og við innganginn. Sjá nánar á Facebooksíðu Þú getur!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×