Íslenski boltinn

Logi: Viðurkenni fúslega að við vorum slakir

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Logi Ólafsson, þjálfari KR:
Logi Ólafsson, þjálfari KR: Mynd/Valli

„Þetta var mjög slæmur ósigur hjá okkur og ég viðurkenni fúslega að við vorum slakir í dag," sagði Logi Ólafsson eftir tap sinna manna á heimavelli fyrir Selfossi 1-2 í kvöld.

„Við vorum óheppnir að missa mann útaf og við slíkar aðstæður riðlast leikur liðsins en við áttum góðan möguleika á að gera betur í leiknum en við gerðum. Ég er mjög ósáttur með frammistöðu minna manna í dag."

KR er spáð Íslandsmeistaratitlinum og Logi segir það gríðarleg vonbrigði að vera aðeins með eitt stig eftir heimaleiki við nýliðanna í fyrstu umferðunum.

„Það er mikil vonbrigði en að hitta fyrir nýliðanna í upphafi móts er ekkert betra en hvað annað lið. Bæði Selfoss og Haukar börðust til síðasta blóðdropa. Við mættum þeim ekki af sömu hörku og því fór illa."

KR hefur leikið án Grétars Sigfinns Sigurðssonar í fyrstu leikjunum og Logi telur að varnarlínan sé veikasti hlekkur liðsins um þessar mundir.

„Það riðlast hjá okkur plönin við að missta Grétar út vegna meiðsla. Þetta er sú staða sem minnst samkeppni er um í liðinu og er greinilega veikasti hlekkurinn hjá okkur. Við höfum fengið á okkur fjögur mörk í tveimur leikjum og það er of mikið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×