Enski boltinn

Agger ætlar ekki að breyta um leikstíl

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daneil Agger í leik með Liverpool.
Daneil Agger í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Daniel Agger segir að hann ætli ekki að breyta um leikstíl til að þóknast Roy Hodgson, knattspyrnustjóra Liverpool.

Agger kom ekki við sögu í leiknum gegn Birmingham og kom inn á sem varamaður seint í leiknum gegn Manchester United.

„Þjálfarinn vill að við spilum fótbolta í sókninni en ekki í vörninni," sagði Agger við danska fjölmiðla. „En þannig spila ég ekki. Ég er ekki þannig leikmaður. Ég vil halda boltanum á jörðinni og ég mun halda áfram að spila þannig."

„Tíminn mun leiða í ljós að Hodgson vill ekki nota mig vegna þess. Ég mun reyna að breytast en ég verð aldrei sá leikmaður sem losar sig við boltann um leið og hann getur."

„Ég mun berjast fyrir mínu tækifæri. Ég veit hvað ég stend fyrir og ég held að hann viti það líka."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×