Nýtt nafn á bikarinn annað kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. júlí 2010 08:00 AFP Hápunktur heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu er klukkan 18.30 á sunnudaginn er sjálfur úrslitaleikurinn fer fram. Það er evrópskur úrslitaleikur enda leikur á milli Spánar og Hollands. Leikurinn verður alltaf sögulegur enda mun önnur hvor þjóðin lyfta bikarnum í fyrsta skipti. Bikarnum, sem nú er keppt um, var í fyrsta skipti lyft árið 1974. Þá var Holland einmitt í úrslitaleiknum en tapaði gegn Vestur-Þýskalandi. Franz Beckenbauer fékk því fyrstur allra að hampa gylltu styttunni glæsilegu sem Ítalinn Silvio Gazzaniga hannaði. Hún er rúm 6 kíló að þyngd. Fari svo að Spánverjar vinni leikinn munu leikmenn liðsins rita nöfn sín gylltu letri í knattspyrnusöguna. Spánn verður með sigri handhafi bæði Evrópumeistaratitilsins og heimsmeistaratitilsins. Sigur þýðir að liðsins verður minnst sem eins besta knattspyrnulandsliðs allra tíma. Spánn hefur oft átt frábær landslið en aldrei hafði þjóðinni áður tekist að komast í undanúrslit á HM. Þetta spænska lið er því að rita spænska knattspyrnusögu upp á nýtt. Carles Puyol var hetja Spánverja í undanúrslitaleiknum og takist honum að verða í sigurliði á morgun hefur honum tekist að vinna nánast allt sem hægt er að vinna í boltanum enda leikur hann í sigursælu liði Barcelona. „Það er mjög ánægjulegt að vera kominn í þennan úrslitaleik. Ég mun skoða framhaldið með landsliðinu eftir mótið. Ég er ekki búinn að taka ákvörðun um að hætta í landsliðinu,“ sagði Puyol sem er afar stoltur af því að vera kominn í úrslitaleikinn. „Við eigum skilið að vera í þessum leik. Allt liðið getur ekki beðið eftir þessum leik og ætlar sér stóra hluti. Þetta verður flókinn leikur því bæði lið eru mjög öflug og vilja halda boltanum. Það eru alltaf jafnar líkur í úrslitaleikjum. Við vorum sigurstranglegastir fyrir mótið en þá töpuðum við fyrir Sviss. Það var slys,“ sagði Puyol en ekkert lið hefur unnið HM eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum á mótinu. Spánn getur breytt því. Það er oft sagt að hollenska landsliðið árið 1974 sé besta landslið sem vann ekki HM. Hollendingar fengu aftur tækifæri fjórum árum síðar en þá tapaði liðið fyrir Argentínu. 32 ára bið Hollands er nú á enda og þjálfarinn, Bert van Marwijk, segir að liðið í dag sé ekkert að velta sér upp úr fyrri töpum Hollands í úrslitum HM. „Ég hugsa ekkert um það og leikmennirnir ekki heldur. Við erum aðeins að hugsa um þennan úrslitaleik. Það sem gerðist í fortíðinni skiptir engu máli núna. Það eru engin leyndarmál á milli þessara liða. Við þekkjumst mjög vel og við erum ekki hræddir við Spánverjana,“ sagði Van Marwijk og bætti við. „Ég get ekki neitað því að Spánn er að spila aðeins betri fótbolta en við á þessu móti. Þeir halda boltanum ótrúlega vel og án boltans eru þeir fljótir að hreyfa sig. Þetta verður áhugaverður leikur tveggja liða sem vilja halda boltanum.“ Flestir sparkspekingar eru á því að Spánn sé líklegri til þess að vinna leikinn. Það truflar ekki Van Marwijk að hans lið sé „litla“ liðið í leiknum. „Mér er alveg sama þótt allur heimurinn segi að Spánn sé sigurstranglegri. Þetta er leikur tveggja þjóða, milli tveggja liða og bæði lið geta unnið. Við höfum fulla trú á okkar getu. Við virðum spænska liðið en erum ekki hræddir. Það er mikil áskorun að mæta þessu liði og vinna það. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Sjá meira
Hápunktur heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu er klukkan 18.30 á sunnudaginn er sjálfur úrslitaleikurinn fer fram. Það er evrópskur úrslitaleikur enda leikur á milli Spánar og Hollands. Leikurinn verður alltaf sögulegur enda mun önnur hvor þjóðin lyfta bikarnum í fyrsta skipti. Bikarnum, sem nú er keppt um, var í fyrsta skipti lyft árið 1974. Þá var Holland einmitt í úrslitaleiknum en tapaði gegn Vestur-Þýskalandi. Franz Beckenbauer fékk því fyrstur allra að hampa gylltu styttunni glæsilegu sem Ítalinn Silvio Gazzaniga hannaði. Hún er rúm 6 kíló að þyngd. Fari svo að Spánverjar vinni leikinn munu leikmenn liðsins rita nöfn sín gylltu letri í knattspyrnusöguna. Spánn verður með sigri handhafi bæði Evrópumeistaratitilsins og heimsmeistaratitilsins. Sigur þýðir að liðsins verður minnst sem eins besta knattspyrnulandsliðs allra tíma. Spánn hefur oft átt frábær landslið en aldrei hafði þjóðinni áður tekist að komast í undanúrslit á HM. Þetta spænska lið er því að rita spænska knattspyrnusögu upp á nýtt. Carles Puyol var hetja Spánverja í undanúrslitaleiknum og takist honum að verða í sigurliði á morgun hefur honum tekist að vinna nánast allt sem hægt er að vinna í boltanum enda leikur hann í sigursælu liði Barcelona. „Það er mjög ánægjulegt að vera kominn í þennan úrslitaleik. Ég mun skoða framhaldið með landsliðinu eftir mótið. Ég er ekki búinn að taka ákvörðun um að hætta í landsliðinu,“ sagði Puyol sem er afar stoltur af því að vera kominn í úrslitaleikinn. „Við eigum skilið að vera í þessum leik. Allt liðið getur ekki beðið eftir þessum leik og ætlar sér stóra hluti. Þetta verður flókinn leikur því bæði lið eru mjög öflug og vilja halda boltanum. Það eru alltaf jafnar líkur í úrslitaleikjum. Við vorum sigurstranglegastir fyrir mótið en þá töpuðum við fyrir Sviss. Það var slys,“ sagði Puyol en ekkert lið hefur unnið HM eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum á mótinu. Spánn getur breytt því. Það er oft sagt að hollenska landsliðið árið 1974 sé besta landslið sem vann ekki HM. Hollendingar fengu aftur tækifæri fjórum árum síðar en þá tapaði liðið fyrir Argentínu. 32 ára bið Hollands er nú á enda og þjálfarinn, Bert van Marwijk, segir að liðið í dag sé ekkert að velta sér upp úr fyrri töpum Hollands í úrslitum HM. „Ég hugsa ekkert um það og leikmennirnir ekki heldur. Við erum aðeins að hugsa um þennan úrslitaleik. Það sem gerðist í fortíðinni skiptir engu máli núna. Það eru engin leyndarmál á milli þessara liða. Við þekkjumst mjög vel og við erum ekki hræddir við Spánverjana,“ sagði Van Marwijk og bætti við. „Ég get ekki neitað því að Spánn er að spila aðeins betri fótbolta en við á þessu móti. Þeir halda boltanum ótrúlega vel og án boltans eru þeir fljótir að hreyfa sig. Þetta verður áhugaverður leikur tveggja liða sem vilja halda boltanum.“ Flestir sparkspekingar eru á því að Spánn sé líklegri til þess að vinna leikinn. Það truflar ekki Van Marwijk að hans lið sé „litla“ liðið í leiknum. „Mér er alveg sama þótt allur heimurinn segi að Spánn sé sigurstranglegri. Þetta er leikur tveggja þjóða, milli tveggja liða og bæði lið geta unnið. Við höfum fulla trú á okkar getu. Við virðum spænska liðið en erum ekki hræddir. Það er mikil áskorun að mæta þessu liði og vinna það.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Sjá meira