Enski boltinn

Carlos Tevez farinn heim til Argentínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez og Roberto Mancini.
Carlos Tevez og Roberto Mancini. Mynd/AP
Meiðsli Carlos Tevez eru alvarlegri en í fyrstu var talið og nú óttast forráðamenn Manchester City að Argentínumaðurinn missi jafnvel af Manchester-slagnum sem fer fram 10. nóvember næstkomandi.

Carlos Tevez fékk leyfi frá Roberto Mancini, stjóra Manchester City, til að fljúga heim til Argentínu. Hann fær að taka sér fjögurra daga frí til að hitta fjölskylduna og hvíla sig eftir mikið álag í upphafi tímabilsins.

Tevez meiddist á fæti í leik með Manchester City á móti Arsenal um síðustu helgi þar sem liðið tapaði þá 0-3. Tevez hefur skorað 7 af 12 mörkum liðsins í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Tevez gæti jafnvel verið frá í tvær vikur en hann fær meðhöndlun hjá sínu gamla félagi á meðan hann er heima í Buenos Aires.

Leikurinn á móti Manchester United fer fram eftir þrettán daga og það má búast við því að allt verið gert hjá City til þess að fyrirliðinn geti spilað með á móti sínum gömlu félögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×