Enski boltinn

Crouch ekki með Englendingum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Peter Crouch verður ekki með enska landsliðinu í leikjunum gegn Búlgaríu og Sviss. Leikirnir fara fram á föstudag og þriðjudag.

Crouch er meiddur í baki en hann var kallaður í landsleikina í óþökk stjóra hans, Harry Redknapp. Stjórinn vildi að Crouch fengi tíma til að jafna sig, sem hann fær á endanum.

Framherjarnir sem Fabio Capello hefur úr að velja eru því Wayne Rooney, Carlton Cole, Darren Bent og Jermain Defoe en sá síðastnefndi hefur náð sér af nárameiðslum.

Hugsanlegt er að Capello noti Rooney einan frammi með tvo kantmenn honum til stuðnings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×