Íslensk hornsíli bæta skilning á þróun lífs 11. janúar 2010 03:30 Þessir strákar láta það ekki trufla sig við sílaveiðarnar að bráð þeirra er stórmerkileg frá líffræðilegum sjónarhóli.fréttablaðið/anton Hornsíli í Vífilsstaðavatni gegna þýðingarmiklu hlutverki í nýrri rannsókn sem bendir til þess að þróun lífs á jörðinni verði frekar í stórum stökkum en í hægari skrefum. Um þetta hafa líffræðingar deilt síðan á tímum Darwins, segir Bjarni Jónsson, sviðstjóri þróunar- og nýsköpunarsviðs Veiðimálastofnunar (VMST), sem vann að rannsókninni. Rannsóknin er unnin af vísindamönnum við læknadeild Stanford-háskóla í Bandaríkjunum með aðkomu sérfræðinga VMST á Sauðárkróki. Niðurstöður þeirra lýsa því hvernig brotthvarf á stuttum kafla DNA-raðar veldur því að hornsíli missa kviðgadda sína, sem er töluvert mikil breyting á beinabyggingu þeirra. Breytingin veitir sílunum vistfræðilega yfirburði við ákveðin skilyrði í umhverfinu. Kviðgaddalaus hornsíli finnast í nokkrum vötnum í heiminum, þar á meðal í Vífilsstaðavatni. Þessi vitneskja um íslensku sílin er tilkomin fyrir tilviljun en Bjarni fann kviðgaddalaust hornsíli þegar hann var við útikennslu barna við vatnið árið 2002. Bjarni vann á þeim tíma við rannsókn á vegum Stanford-háskóla sem snerist um kortlagningu mikilvægra gena og virkni þeirra í hryggdýrum. Þegar gaddalausu sílin fundust í Vífilsstaðavatni var nýhafin rannsókn á erfðum gaddaleysis og reyndust íslensku hornsílin eiga eftir að gegna mikilvægu hlutverki í lausn þeirrar gátu, og lýst er í greininni í Science. Hornsíli eru draumur þróunarlíffræðinga vegna þess að tegundin hefur þróað mörg mismunandi afbrigði frá lokum síðustu ísaldar. Ástæðan er að sjávarhornsíli námu land í ferskvatnskerfum sem mynduðust við bráðnun jökla. Í raun hefur það farið í gegnum umfangsmikla þróunarfræðilega tilraun í náttúrunni og margir sömu eiginleikarnir þróast aftur og aftur á mismunandi stöðum í heiminum, segir í umfjöllun VMST. „Við sjáum sömu hluti í þróunarfræðilegum breytileika í heilum dýrum. Ef þú veist hvert genið er og hvaða stökkbreyting hefur orðið í einni lífveru geturðu spáð fyrir um hvað hefur gerst í annarri. Við þekkjum ekki öll lögmálin enn þá en við erum að byrja að fá einhverja mynd á hvernig heilu lífverurnar geta umbreyst og hvernig frumur og lífverur geta nýtt sér ákveðnar ummyndanir til að breytast og aðlagast nýjum umhverfisaðstæðum,“ segir Bjarni á vef VMST. svavar@frettabladid.is Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Hornsíli í Vífilsstaðavatni gegna þýðingarmiklu hlutverki í nýrri rannsókn sem bendir til þess að þróun lífs á jörðinni verði frekar í stórum stökkum en í hægari skrefum. Um þetta hafa líffræðingar deilt síðan á tímum Darwins, segir Bjarni Jónsson, sviðstjóri þróunar- og nýsköpunarsviðs Veiðimálastofnunar (VMST), sem vann að rannsókninni. Rannsóknin er unnin af vísindamönnum við læknadeild Stanford-háskóla í Bandaríkjunum með aðkomu sérfræðinga VMST á Sauðárkróki. Niðurstöður þeirra lýsa því hvernig brotthvarf á stuttum kafla DNA-raðar veldur því að hornsíli missa kviðgadda sína, sem er töluvert mikil breyting á beinabyggingu þeirra. Breytingin veitir sílunum vistfræðilega yfirburði við ákveðin skilyrði í umhverfinu. Kviðgaddalaus hornsíli finnast í nokkrum vötnum í heiminum, þar á meðal í Vífilsstaðavatni. Þessi vitneskja um íslensku sílin er tilkomin fyrir tilviljun en Bjarni fann kviðgaddalaust hornsíli þegar hann var við útikennslu barna við vatnið árið 2002. Bjarni vann á þeim tíma við rannsókn á vegum Stanford-háskóla sem snerist um kortlagningu mikilvægra gena og virkni þeirra í hryggdýrum. Þegar gaddalausu sílin fundust í Vífilsstaðavatni var nýhafin rannsókn á erfðum gaddaleysis og reyndust íslensku hornsílin eiga eftir að gegna mikilvægu hlutverki í lausn þeirrar gátu, og lýst er í greininni í Science. Hornsíli eru draumur þróunarlíffræðinga vegna þess að tegundin hefur þróað mörg mismunandi afbrigði frá lokum síðustu ísaldar. Ástæðan er að sjávarhornsíli námu land í ferskvatnskerfum sem mynduðust við bráðnun jökla. Í raun hefur það farið í gegnum umfangsmikla þróunarfræðilega tilraun í náttúrunni og margir sömu eiginleikarnir þróast aftur og aftur á mismunandi stöðum í heiminum, segir í umfjöllun VMST. „Við sjáum sömu hluti í þróunarfræðilegum breytileika í heilum dýrum. Ef þú veist hvert genið er og hvaða stökkbreyting hefur orðið í einni lífveru geturðu spáð fyrir um hvað hefur gerst í annarri. Við þekkjum ekki öll lögmálin enn þá en við erum að byrja að fá einhverja mynd á hvernig heilu lífverurnar geta umbreyst og hvernig frumur og lífverur geta nýtt sér ákveðnar ummyndanir til að breytast og aðlagast nýjum umhverfisaðstæðum,“ segir Bjarni á vef VMST. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira