Fótbolti

Casillas: Leikurinn í kvöld mikilvægari en úrslitaleikurinn 2008

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Spánverjar eru komnir í undanúrslit í fyrsta sinn í sögu HM en þeir mæta Þjóðverjum í kvöld klukkan 18.30. Iker Casillas vill að leikmenn skrái sig á spjöld sögunnar og fari alla leið.

Um ókomna tíð yrði leikmanna liðsins minnst ef það yrði bæði Evrópu- og heimsmeistari á sama tíma.

Úrslitaleikurinn á Evrópumótinu 2008 var á milli þjóðanna þar sem Spánn vann 1-0. "Við vitum að leikurinn gegn Þjóðverjum er sá mikilvægasti í sögunni okkar," sagði Casillas.

"Hann er mikilvægari en úrslitaleikurinn 2008."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×