Umfjöllun: Eyjamenn unnu líka hitt Hafnarfjarðarliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. maí 2010 16:00 Tony Mawejje í leiknum í dag. Mynd/Stefán ÍBV er komið á beinu brautina í Pepsi-deild karla eftir tvo sigra í röð og það báða á Hafnarfjarðarliðunum tveimur - FH og Haukum. ÍBV vann í dag 3-0 útisigur á Haukum og er nú komið með sjö stig eftir fyrstu fjóra leikina sem allir hafa farið fram á útivelli. Sigurinn í dag var þó ef til vill ekki alveg eins sannfærandi og tölurnar gefa til kynna. Eyjamenn byrjuðu þó vel og náðu 2-0 forystu strax um miðbik fyrri hálfleiksins með mörkum Matt Garner og Andra Ólafssonar. Andri fékk svo tækifæri til að gera endanlega út um leikinn stuttu síðar en skalli hans hafnaði í slá Haukamarksins. Eftir þetta drógu Eyjamenn mjög úr sóknarþunga sínum og Haukamenn komust betur inn í leikinn. Leikmenn ÍBV héldu þó áfram að beita skyndisóknum og áttu hættulegri færi en heimamenn. En Haukarnir voru mun betri í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Albert Sævarsson varði alls þrívegis í stöng í leiknum og virtist leikmönnum Hauka einfaldlega fyrirmunað að skora í leiknum. Svo þegar að Eyþór Helgi Birgisson, sóknarmaður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið þegar um 20 mínútur voru til leiksloka var útlit fyrir að Haukar gætu látið til sín taka á lokamínútum leiksins. En annað kom á daginn. Fimm mínútum síðar áttu Eyjamenn hraða og snotra sókn sem lauk með því að James Hurst átti sendingu inn á teig og náði Andri að skalla boltann í markið og gera þar með endanlega út um leikinn. Heimamenn fengu þó sín tækifæri í leiknum og Eyjamenn mega þakka fyrir að þeir nýttu ekki eitthvað af þeim. Albert Sævarsson átti stórleik í marki ÍBV og varnarmennirnir virtust allir mjög sannfærandi. Það virtist vanta talsvert upp á sjálfstraustið hjá Haukum eiga enn eftir að vinna sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni. Þeir fengu færin en fóru afar illa að ráði sínu fyrir framan mark Eyjamanna.Haukar - ÍBV 0-3 0-1 Matt Garner (17.) 0-2 Andri Ólafsson (19.) 0-3 Andri Ólafsson (74.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 852Dómari: Þorvaldur Árnason (7)Skot (á mark): 14-12 (6-7)Varin skot: Daði 4 - Albert 6Hornspyrnur: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 1-3Haukar (4-4-2): Daði Lárusson 7 Þórhallur Dan Jóhansson 3 Kristján Ómar Björnsson 5 Guðmundur Viðar Mete 5 Pétur Ásbjörn Sæmundsson 3 (75. Kristján Óli Sigurðsson -) Grétar Atli Grétarsson 4 (46. Úlfar Hrafn Pálsson 6) Guðjón Pétur Lýðsson 5 Hilmar Trausti Arnarsson 5 Sam Mantom 5 Hilmar Geir Eiðsson 7 Hilmar Rafn Emilsson 4 (46. Jónmundur Grétarsson 5)ÍBV (4-4-2): Albert Sævarsson 8 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 7 Tony Mawejje 6Andri Ólafsson 8 - maður leiksins (77. Arnór Eyvar Ólafsson -) Finnur Ólafsson 6 (81. Yngvi Borgþórsson -) Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 (61. Ásgeir Aron Ásgeirsson 6) Tryggvi Guðmundsson 6 Eyþór Helgi Birgisson 6Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni en lýsinguna má lesa hér: Haukar - ÍBV. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
ÍBV er komið á beinu brautina í Pepsi-deild karla eftir tvo sigra í röð og það báða á Hafnarfjarðarliðunum tveimur - FH og Haukum. ÍBV vann í dag 3-0 útisigur á Haukum og er nú komið með sjö stig eftir fyrstu fjóra leikina sem allir hafa farið fram á útivelli. Sigurinn í dag var þó ef til vill ekki alveg eins sannfærandi og tölurnar gefa til kynna. Eyjamenn byrjuðu þó vel og náðu 2-0 forystu strax um miðbik fyrri hálfleiksins með mörkum Matt Garner og Andra Ólafssonar. Andri fékk svo tækifæri til að gera endanlega út um leikinn stuttu síðar en skalli hans hafnaði í slá Haukamarksins. Eftir þetta drógu Eyjamenn mjög úr sóknarþunga sínum og Haukamenn komust betur inn í leikinn. Leikmenn ÍBV héldu þó áfram að beita skyndisóknum og áttu hættulegri færi en heimamenn. En Haukarnir voru mun betri í síðari hálfleik en í þeim fyrri. Albert Sævarsson varði alls þrívegis í stöng í leiknum og virtist leikmönnum Hauka einfaldlega fyrirmunað að skora í leiknum. Svo þegar að Eyþór Helgi Birgisson, sóknarmaður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið þegar um 20 mínútur voru til leiksloka var útlit fyrir að Haukar gætu látið til sín taka á lokamínútum leiksins. En annað kom á daginn. Fimm mínútum síðar áttu Eyjamenn hraða og snotra sókn sem lauk með því að James Hurst átti sendingu inn á teig og náði Andri að skalla boltann í markið og gera þar með endanlega út um leikinn. Heimamenn fengu þó sín tækifæri í leiknum og Eyjamenn mega þakka fyrir að þeir nýttu ekki eitthvað af þeim. Albert Sævarsson átti stórleik í marki ÍBV og varnarmennirnir virtust allir mjög sannfærandi. Það virtist vanta talsvert upp á sjálfstraustið hjá Haukum eiga enn eftir að vinna sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni. Þeir fengu færin en fóru afar illa að ráði sínu fyrir framan mark Eyjamanna.Haukar - ÍBV 0-3 0-1 Matt Garner (17.) 0-2 Andri Ólafsson (19.) 0-3 Andri Ólafsson (74.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 852Dómari: Þorvaldur Árnason (7)Skot (á mark): 14-12 (6-7)Varin skot: Daði 4 - Albert 6Hornspyrnur: 4-4Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 1-3Haukar (4-4-2): Daði Lárusson 7 Þórhallur Dan Jóhansson 3 Kristján Ómar Björnsson 5 Guðmundur Viðar Mete 5 Pétur Ásbjörn Sæmundsson 3 (75. Kristján Óli Sigurðsson -) Grétar Atli Grétarsson 4 (46. Úlfar Hrafn Pálsson 6) Guðjón Pétur Lýðsson 5 Hilmar Trausti Arnarsson 5 Sam Mantom 5 Hilmar Geir Eiðsson 7 Hilmar Rafn Emilsson 4 (46. Jónmundur Grétarsson 5)ÍBV (4-4-2): Albert Sævarsson 8 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 7 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 7 Tony Mawejje 6Andri Ólafsson 8 - maður leiksins (77. Arnór Eyvar Ólafsson -) Finnur Ólafsson 6 (81. Yngvi Borgþórsson -) Þórarinn Ingi Valdimarsson 5 (61. Ásgeir Aron Ásgeirsson 6) Tryggvi Guðmundsson 6 Eyþór Helgi Birgisson 6Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni en lýsinguna má lesa hér: Haukar - ÍBV.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira