Fótbolti

Sex Spánverjar í úrvalsliði HM í Suður-Afríku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spanverjar eiga meirihlutann af úrvalsliðinu.
Spanverjar eiga meirihlutann af úrvalsliðinu. Mynd/AP
Spánverjar eiga sex af ellefu leikmönnum í úrvalsliði HM í Suður-Afríku en valið var tilkynnt á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Liðið var valið af meðlimum FIFA.com síðunnar.

Besti ungi leikmaðurinn og handhafi gullskósins, Þjóðverjinn Thomas Muller, kemst ekki í liðið og í liðinu er aðeins einn leikmaður Hollendinga þrátt fyrir að þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn.

Liðið spilar leikkerfið 4-4-2 þrátt fyrir að flest bestu lið keppninnar hafi spilað 4-5-1 (4-2-3-1) leikkerfið. Vicente del Bosque, þjálfari heimsmeistara Spánverja var kosinn þjálfari úrvalsliðsins.

Þða vekur athygli að þrír af fjórum varnarmönnum liðsins eru hægri bakverðir, Maicon, Sergio Ramos og Philipp Lahm. Spánverjinn Carles Puyol er eini miðvörðurinn í liðinu.

Philipp Lahm er eini leikmaðurinn sem var einnig í úrvalsliði síðustu HM eða þegar keppnin fór fram í Þýskalandi 2006.

Úrvalslið HM í Suður-Afríku 2010:

Markvörður

Iker Casillas, Spáni

Varnarmenn

Sergio Ramos, Spáni

Maicon, Brasilíu

Carles Puyol, Spáni

Philipp Lahm, Þýskalandi

Miðjumenn

Andrés Iniesta, Spáni

Xavi, Spáni

Bastian Schweinsteiger, Þýskalandi

Wesley Sneijder, Hollandi

Framherjar

Diego Forlán, Úrúgvæ

David Villa, Spáni

Þjálfari

Vicente del Bosque, Spáni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×