Kaffihús Dóru slær í gegn hjá Dönum 20. ágúst 2010 08:30 vel tekið Dóra Takefusa er ánægð með móttökurnar sem nýopnað kaffihús hennar í Kaupmannahöfn hefur fengið. „Hér er búið að vera brjálað að gera síðan við opnuðum," segir Dóra Takefusa en hún er nýbúin að opna kaffihúsið Lyst í Norrebro hverfinu í Kaupmannhöfn. Dóra segir viðtökurnar hafa farið fram úr sínum björtustu vonum og hún bjóst alls ekki við þessu. „Við ætluðum að opna í rólegheitum fyrir tveim vikum síðan og kannski senda sms á vini og kunningja og segja þeim að kíkja við. Svo bara fylltist staðurinn um leið og hefur varla tæmst síðan," segir Dóra. „Sitt hvoru megin við okkur eru tvær stórar danskar kaffihúsakeðjur svo ég var var alveg búin að að búa mig undir að þetta myndi taka smá tíma en við byrjuðum bara strax að ræna kúnnunum þeirra," segir Dóra hlæjandi en kaffihúsið býður upp á léttar veitingar og svo er íslenskt kaffi á boðstólum. Það má því segja að kaffihúsið sé hálfgert Íslendingakaffihús því allir starfsmenn þess koma frá Íslandi. „Við erum með kaffi frá Te&Kaffi en ég ætla líka að selja baunapoka frá fyrirtækinu hér á kaffihúsinu," segir Dóra og bætir við að íslenska kaffið hafi lagst vel í viðskiptavinina. Dóra segir hverfið sem kaffihúsið er í rólegt og að margir viðskiptavinir komi á leið sinni í vinnuna. „Hverfið er mjög kaffihúsavænt og hér býr fólk sem hefur gaman af því að hanga á kaffihúsum," segir Dóra og viðurkennir að kaffihúsabransinn sé frábrugðinn barrekstri en hún hefur rekið barinn Jolene á Vesterbro síðan árið 2007. „Það er mikil vinna að vera með eldhús, þó að við bjóðum bara upp á létta kaffihúsarétti. En þetta er æðislega gaman og náttúrulega bara frábært að okkur sé tekið svona vel." -áp Lífið Mest lesið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
„Hér er búið að vera brjálað að gera síðan við opnuðum," segir Dóra Takefusa en hún er nýbúin að opna kaffihúsið Lyst í Norrebro hverfinu í Kaupmannhöfn. Dóra segir viðtökurnar hafa farið fram úr sínum björtustu vonum og hún bjóst alls ekki við þessu. „Við ætluðum að opna í rólegheitum fyrir tveim vikum síðan og kannski senda sms á vini og kunningja og segja þeim að kíkja við. Svo bara fylltist staðurinn um leið og hefur varla tæmst síðan," segir Dóra. „Sitt hvoru megin við okkur eru tvær stórar danskar kaffihúsakeðjur svo ég var var alveg búin að að búa mig undir að þetta myndi taka smá tíma en við byrjuðum bara strax að ræna kúnnunum þeirra," segir Dóra hlæjandi en kaffihúsið býður upp á léttar veitingar og svo er íslenskt kaffi á boðstólum. Það má því segja að kaffihúsið sé hálfgert Íslendingakaffihús því allir starfsmenn þess koma frá Íslandi. „Við erum með kaffi frá Te&Kaffi en ég ætla líka að selja baunapoka frá fyrirtækinu hér á kaffihúsinu," segir Dóra og bætir við að íslenska kaffið hafi lagst vel í viðskiptavinina. Dóra segir hverfið sem kaffihúsið er í rólegt og að margir viðskiptavinir komi á leið sinni í vinnuna. „Hverfið er mjög kaffihúsavænt og hér býr fólk sem hefur gaman af því að hanga á kaffihúsum," segir Dóra og viðurkennir að kaffihúsabransinn sé frábrugðinn barrekstri en hún hefur rekið barinn Jolene á Vesterbro síðan árið 2007. „Það er mikil vinna að vera með eldhús, þó að við bjóðum bara upp á létta kaffihúsarétti. En þetta er æðislega gaman og náttúrulega bara frábært að okkur sé tekið svona vel." -áp
Lífið Mest lesið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira