Enski boltinn

Becks vill örugglega ekki koma til Blackburn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ahsan Ali Syed er á góðri leið með að kaupa Blackburn Rovers. Hann hefur lýst yfir miklum áhuga á því að kaupa David Beckham takist honum að kaupa félagið.

Sam Allardyce, stjóri Blackburn, býst ekki við Beckham þó svo Ali Syed kaupi liðið. Allardyce efast stórlega um að Beckham hafi nokkurn áhuga á því að spila fyrir Blackburn.

"Herra Syed hefur sagt að hann vilji eyða peningunum sínum í unga leikmenn og síðan vill hann kaupa David Beckham. Hann er náttúrulega ekki mjög ungur og að kaupa hann væri gott til þess að vekja athygli á félaginu. Fyrir mér snýst þetta samt um hvort David sé enn nógu góður til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni. Ég tel hann vera það," sagði Allardyce.

"Svo er þetta spurning um hvort hann vilji koma til okkar. Reynsla mín segir að svarið við þeirri spurningu sé nei. Hann hefur aldrei viljað spila fyrir annað lið en Man. Utd."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×