Chelsea er ekki alveg hætt að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum en félagið reynir nú að fá varnarmanninn Nicolas Burdisso frá Inter.
Chelsea hefur verið að reyna við David Luiz, varnarmann Benfica, en portúgalska félagið hefur sett of háan verðmiða á leikmanninn þannig að Burdisso er nú kominn í myndina.
Burdisso er 29 ára gamall argentínskur landsliðsmaður. Hann getur spilað allar stöður í vörninni með sóma.