Sjö íþróttamenn fengu Ólympíustyrk Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. september 2010 13:39 Mynd/ÍSÍ Í dag voru sjö íþróttamönnum veittir styrkir vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Lundúnum eftir tvö ár. Heildarverðmæti styrkjanna nemur um 23 milljónum króna miðað við núverandi gengi. Tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands má lesa hér fyrir neðan: „Í dag var gengið frá samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttamanna þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Um er að ræða styrki vegna sjö íþróttamanna frá sex sérsamböndum. Þeir eru: Ásdís Hjálmsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Ásgeir Sigurgeirsson - Skotíþróttasamband Íslands Helga Margrét Þorsteinsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Jakob Jóhann Sveinsson - Sundsamband Íslands Ragna Ingólfsdóttir - Badmintonsamband Íslands Þorbjörg Ágústsdóttir - Skylmingasamband Íslands Þormóður Árni Jónsson - Júdósamband Íslands Heildarverðmæti samninga nemur um 23 m.kr. (miðað við gengi dagsins í dag) og skiptist í tvo þætti. a) Mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega að upphæð 1.000 USD vegna kostnaðar við æfingar og keppnir viðkomandi íþróttamanns. b) 5.000 USD styrk vegna keppnisferða hvers íþróttamanns. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust tillögur vegna 15 íþróttamanna. Allir þessir íþróttamenn hafa það á stefnu sinni að ná lágmörkum vegna Ólympíuleikanna í London 2012 og hafa hafið stífan og kostnaðarfrekan undirbúning vegna þessa. Að þessu sinni náðist að tryggja styrki vegna sjö íþróttamanna, en fimm íþróttamenn voru á sambærilegum styrk vegna leikanna í Peking 2008. Styrktímabil hófst þann 1. september s.l. og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt. Heildarkostnaðaráætlun styrkþega fram að leikum er margföld þeirri upphæð sem styrkir Ólympíusamhjálparinnar og ÍSÍ nema, en lauslega áætlað má reikna með að árlegur kostnaður á íþróttamann sé allt að 7 m.kr. eða um 50 m.kr. árlega vegna þessara íþróttamanna. Í samanburði við þær tölur má nefna að framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2010 nam 25,5 m.kr. og er þeim fjármunum ráðstafað til 18 sérsambanda eða 28 einstaklinga og 15 verkefna/liða. Árleg ráðstöfnun sjóðsins nemur í heildina um 50 m.kr. Það er því ljóst að framlög til afreksíþrótta standa engan vegin undir þeim kostnaði sem fylgir því að eiga íþróttafólk í fremstu röð á heimsmælikvarða. Íslenskt afreksíþróttafólk eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Þegar vel gengur styðja Íslendingar vel við sína fremstu íþróttamenn en þegar á móti blæs er stutt í gagnrýnisraddir. Á erlendri grundu er íslenskt íþróttafólk sendiherrar lands síns og eru með í að kynna landið fyrir öðrum þjóðum. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu sem og auknu fjármagni. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Friðrik Einarsson formaður afrekssviðs ÍSÍ , Örn Andrésson formaður Afrekssjóð ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afrekssviðs ÍSÍ kynntu úthlutun ÍSÍ að viðstöddum forsvarsmönnum viðkomandi sérsambanda ÍSÍ." Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Í dag voru sjö íþróttamönnum veittir styrkir vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Lundúnum eftir tvö ár. Heildarverðmæti styrkjanna nemur um 23 milljónum króna miðað við núverandi gengi. Tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands má lesa hér fyrir neðan: „Í dag var gengið frá samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttamanna þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Um er að ræða styrki vegna sjö íþróttamanna frá sex sérsamböndum. Þeir eru: Ásdís Hjálmsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Ásgeir Sigurgeirsson - Skotíþróttasamband Íslands Helga Margrét Þorsteinsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Jakob Jóhann Sveinsson - Sundsamband Íslands Ragna Ingólfsdóttir - Badmintonsamband Íslands Þorbjörg Ágústsdóttir - Skylmingasamband Íslands Þormóður Árni Jónsson - Júdósamband Íslands Heildarverðmæti samninga nemur um 23 m.kr. (miðað við gengi dagsins í dag) og skiptist í tvo þætti. a) Mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega að upphæð 1.000 USD vegna kostnaðar við æfingar og keppnir viðkomandi íþróttamanns. b) 5.000 USD styrk vegna keppnisferða hvers íþróttamanns. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust tillögur vegna 15 íþróttamanna. Allir þessir íþróttamenn hafa það á stefnu sinni að ná lágmörkum vegna Ólympíuleikanna í London 2012 og hafa hafið stífan og kostnaðarfrekan undirbúning vegna þessa. Að þessu sinni náðist að tryggja styrki vegna sjö íþróttamanna, en fimm íþróttamenn voru á sambærilegum styrk vegna leikanna í Peking 2008. Styrktímabil hófst þann 1. september s.l. og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt. Heildarkostnaðaráætlun styrkþega fram að leikum er margföld þeirri upphæð sem styrkir Ólympíusamhjálparinnar og ÍSÍ nema, en lauslega áætlað má reikna með að árlegur kostnaður á íþróttamann sé allt að 7 m.kr. eða um 50 m.kr. árlega vegna þessara íþróttamanna. Í samanburði við þær tölur má nefna að framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2010 nam 25,5 m.kr. og er þeim fjármunum ráðstafað til 18 sérsambanda eða 28 einstaklinga og 15 verkefna/liða. Árleg ráðstöfnun sjóðsins nemur í heildina um 50 m.kr. Það er því ljóst að framlög til afreksíþrótta standa engan vegin undir þeim kostnaði sem fylgir því að eiga íþróttafólk í fremstu röð á heimsmælikvarða. Íslenskt afreksíþróttafólk eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Þegar vel gengur styðja Íslendingar vel við sína fremstu íþróttamenn en þegar á móti blæs er stutt í gagnrýnisraddir. Á erlendri grundu er íslenskt íþróttafólk sendiherrar lands síns og eru með í að kynna landið fyrir öðrum þjóðum. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu sem og auknu fjármagni. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Friðrik Einarsson formaður afrekssviðs ÍSÍ , Örn Andrésson formaður Afrekssjóð ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afrekssviðs ÍSÍ kynntu úthlutun ÍSÍ að viðstöddum forsvarsmönnum viðkomandi sérsambanda ÍSÍ."
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti