Fótbolti

Óseldir HM-miðar seldir í matvörubúðum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Danny Jordaan, sem er í skipulagsnefnd mótsins, með stærri útgáfu af miða.
Danny Jordaan, sem er í skipulagsnefnd mótsins, með stærri útgáfu af miða.

Hálf milljón óseldra miða á leiki heimsmeistaramótsins í fótbolta eru komnir til sölu í matvörubúðum og stórmörkuðum í þeim borgum Suður-Afríku þar sem leikið verður.

Þetta er í fyrsta sinn sem stuðningsmenn geta staðgreitt miða á þennan hátt. Enn er hægt að kaupa miða á alla leiki mótsins nema sjálfan úrslitaleikinn.

Skipulagsnefnd keppninnar óttast auð sæti á leikjum mótsins og er sú ákvörðun að hefja sölu á miðum í matvörubúðum tekin til að koma í veg fyrir að sú verði raunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×