Enski boltinn

Mancini vill engar afsakanir frá Sir Alex

Elvar Geir Magnússon skrifar

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, vonar að Wayne Rooney verði með United í grannaslagnum um næstu helgi. Rooney hefur farið hamförum á tímabilinu og skorað 34 mörk í öllum keppnum.

Ef City nær að vinna á laugardaginn vill Mancini að United geti ekki komið með neinar afsakanir.

Rooney hefur átt við ökklameiðsli að stríða en segist verða orðinn klár í slaginn fyrir leikinn á laugardag. Hans hefur verið sárt saknað enda allt gengið á afturfótunum hjá United síðan hann meiddist.

„Ég held að það sé betra ef Rooney spilar á laugardaginn," segir Mancini. „Það er best ef bæði lið geta stillt upp sínum sterkustu liðum svo hægt sé að segja að betra liðið hafi unnið."

„Rooney er frábær leikmaður og hefur átt magnað tímabil. Hann verður hættulegur en United hefur marga góða leikmenn. Við höfum þegar unnið þá einu sinni heima og getum gert það aftur."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×