Enski boltinn

Wenger: Real fagnar oftar nýjum leikmönnum en titlum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur aldrei farið neitt sérstaklega leynt með andúð sína á Real Madrid og hann skýtur föstum skotum að félaginu í The Mirror í dag.

„Það er eitthvað mjög sérstakt við það að stuðningsmenn félagsins fagni oftar nýjum leikmönnum en titlum. Í hvert skipti sem félagið kaupir stóra stjörnu þá eru stuðningsmennirnir himinlifandi en þessar móttökur auka pressuna á leikmanninn. Þetta er liðsíþrótt," sagði Wenger.

„Real hefur dottið út úr Meistaradeildinni í annarri umferð sex ár í röð. Liðið er viðkvæmt."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×