Enski boltinn

Portsmouth má selja utan gluggans

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik hjá Portsmouth.
Úr leik hjá Portsmouth.

Portsmouth hefur fengið sérstakt leyfi ensku úrvalsdeildarinnar til að selja leikmenn þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn sé lokaður.

Níu stig voru dregin frá liðinu eftir að það lenti í greiðslustöðvun og ekkert annað en fall blasir við. Liðið er þó enn með í FA bikarnum þar sem það er komið í undanúrslit.

Ef þeir selja einhverja leikmenn utan gluggans mega þeir þó ekki leika fyrir annað úrvalsdeildarlið á leiktíðinni heldur fá leikheimild í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×