Enski boltinn

Gerrard og Carragher vilja enga uppreisn í búningsklefanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Eins og við mátti búast er talsverður kurr í leikmannahópi Liverpool eftir ömurlegt gengi í upphafi leiktíðar.

Einhverjir leikmenn eru farnir að missa trúna á stjóranum, Roy Hodgson. Það vilja Steven Gerrard og Jamie Carragher ekki sjá og þeir berjast grimmilega fyrir því að allur hópurinn standi á bak við Hodgson.

Spánverjarnir Pepe Reina og Fernando Torres eru sagðir vera á meðal þeirra leikmanna sem hafi misst trúna á Hodgson.

Gerrard og Carragher eru sagðir hafa farið yfir málin með liðsfélögum sínum og beðið þá um að gefa Hodgson tækifæri fram að jólum. Standi þeir ekki saman muni liðið ekki ná árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×