Enski boltinn

Vinaleg barátta milli Given og Hart

Elvar Geir Magnússon skrifar
Joe Hart í leik með Birmingham.
Joe Hart í leik með Birmingham.

Shay Given og Joe Hart eru báðir frábærir leikmenn. Þeir berjast um markmannsstöðuna hjá Manchester City og hvorugur þeirra ætlar sér að sitja á bekknum á komandi tímabili.

„Hart er mjög góður markvörður og ég þarf að halda mér vel á tánum því samkeppnin er hörð. Hann stóð sig gríðarlega vel á síðasta tímabili enda valinn leikmaður ársins hjá Birmingham," segir Given sem er 34 ára og var aðalmarkvörður City á síðasta tímabili.

Hart var lánaður til Birmingham þar sem hann lék verulega vel. „Mér líkar mjög vel við Given og samband okkar er mjög gott. Við tölum mikið saman en erum vissulega í samkeppni. Það er undir stjóranum komið hvor okkar stendur milli stangana í fyrsta leik," segir Hart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×