Enski boltinn

Ancelotti segir Mourinho að gleyma Ashley Cole

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ashley Cole í landsleik.
Ashley Cole í landsleik.

Carlo Ancelotti, þjálfari Chelsea, hefur sagt Jose Mourinho að hætta að hugsa um Ashley Cole. Þessi 29 ára vinstri bakvörður er ofarlega á óskalista Mourinho hjá Real Madrid.

Mourinho keypti Cole til Chelsea árið 2006. „Ashley er leikmaður Chelsea og enginn hér hefur áhuga á að selja hann. Við viljum halda honum í okkar liði og ég er 100% viss um að hann verði hér á komandi tímabili," sagði Ancelotti.

„Ég álít hann vera besti vinstri bakvörður heims. Hann er sjálfur ánægður hjá Chelsea og hefur aldrei sagst vilja fara. Ég þarf ekkert að ræða við hann."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×