Enski boltinn

Skiptastjóri Portsmouth vill halda Grant

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ef Avram Grant hættir hjá Portsmouth ætti hann auðveldlega að geta fengið hlutverk sem „vondi kallinn" í einhverri bíómynd.
Ef Avram Grant hættir hjá Portsmouth ætti hann auðveldlega að geta fengið hlutverk sem „vondi kallinn" í einhverri bíómynd.

Andrew Andronikou, skiptastjóri Portsmouth, hefur beðið knattspyrnustjórann Avram Grant um að vera áfram hjá félaginu á næstu leiktíð. Andronikou er hæstráðandi hjá Portsmouth meðan það er í greiðslustöðvun.

Hann telur að stöðugleiki sé mikilvægur fyrir félagið og vill því halda Grant þó allir leikmenn liðsins verði til sölu. „Ef Grant verður áfram gerir það félagið áhugaverðara fyrir hugsanlega kaupendur," sagði Andronikou í viðtali.

Ekki einu sinni kraftaverk virðist geta bjargað Portsmouth frá falli og stefnir liðið hraðbyri niður í Coca Cola-deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×