Nýir húsbændur á Mótel Venus 10. desember 2010 15:00 Veigar Freyr Jökulsson (til hægri) og Gústaf Hannibal Ólafsson hafa tekið við rekstri Hótels Brúar í Borgarfirðinum. „Staðurinn þurfti mikilla breytinga við og nafnabreyting var stór hluti af því, til að gefa staðnum nýjan blæ,“ segir Veigar Freyr Jökulsson, sem hefur tekið við rekstri Hótels Brúar í Borgarfirðinum, sem hét áður Mótel Venus. „Við erum búnir að vera sveittir fram á nætur að gera staðinn huggulegan,“ segir Veigar Freyr, sem hélt opnunarhóf um síðustu helgi eftir að hafa sent út boðskort til Borgarness og nágrennis. „Það voru hérna vel yfir hundrað manns sem mættu og það voru allir svaka hrifnir og ánægðir með að það sé eitthvað að gerast á þessum stað. Húsið er rosaflott en fólkið fékk einhvern kjánahroll virðist vera af gamla nafninu og fannst það aldrei eiga neitt erindi hingað.“ Gamli staðurinn var auglýstur sem leiðin að rómantísku kvöldi og orðrómur var lengi vel uppi um að fólk notaði hann til framhjáhalds. Veigar segir þetta skemmtilega sögu en engan flugufót vera fyrir henni. „Ég finn ekki annað út en að nafnið eitt hafi skapað þessa sögu, þessi blanda af þessum tveimur orðum.“ Veigar, sem rekur staðinn með hálfbróður sínum Gústafi Hannibal, segir að Hótel Brú verði af öðrum toga en forveri sinn. „Þetta verður alvöru veitingastaður. Við ætlum ekki að fara í þennan hamborgaraslag við Borgarnes. Þetta er kjörið fyrir vinnuhópa, árshátíðir og annað álíka á veturna,“ segir hann og bætir við að umhverfið skemmi ekki fyrir: „Þetta er rétt við þjóðveginn. Þú keyrir hundrað metra og ert kominn í algjöra paradís hérna í Hafnarskógi. Útsýnið er alveg óborganlegt hérna yfir Borgarfjörðinn.“ Áhugasamir geta skoðað síðuna hotelbru.is vanti þá frekari upplýsingar. - fb Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
„Staðurinn þurfti mikilla breytinga við og nafnabreyting var stór hluti af því, til að gefa staðnum nýjan blæ,“ segir Veigar Freyr Jökulsson, sem hefur tekið við rekstri Hótels Brúar í Borgarfirðinum, sem hét áður Mótel Venus. „Við erum búnir að vera sveittir fram á nætur að gera staðinn huggulegan,“ segir Veigar Freyr, sem hélt opnunarhóf um síðustu helgi eftir að hafa sent út boðskort til Borgarness og nágrennis. „Það voru hérna vel yfir hundrað manns sem mættu og það voru allir svaka hrifnir og ánægðir með að það sé eitthvað að gerast á þessum stað. Húsið er rosaflott en fólkið fékk einhvern kjánahroll virðist vera af gamla nafninu og fannst það aldrei eiga neitt erindi hingað.“ Gamli staðurinn var auglýstur sem leiðin að rómantísku kvöldi og orðrómur var lengi vel uppi um að fólk notaði hann til framhjáhalds. Veigar segir þetta skemmtilega sögu en engan flugufót vera fyrir henni. „Ég finn ekki annað út en að nafnið eitt hafi skapað þessa sögu, þessi blanda af þessum tveimur orðum.“ Veigar, sem rekur staðinn með hálfbróður sínum Gústafi Hannibal, segir að Hótel Brú verði af öðrum toga en forveri sinn. „Þetta verður alvöru veitingastaður. Við ætlum ekki að fara í þennan hamborgaraslag við Borgarnes. Þetta er kjörið fyrir vinnuhópa, árshátíðir og annað álíka á veturna,“ segir hann og bætir við að umhverfið skemmi ekki fyrir: „Þetta er rétt við þjóðveginn. Þú keyrir hundrað metra og ert kominn í algjöra paradís hérna í Hafnarskógi. Útsýnið er alveg óborganlegt hérna yfir Borgarfjörðinn.“ Áhugasamir geta skoðað síðuna hotelbru.is vanti þá frekari upplýsingar. - fb
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira