Enski boltinn

Grant himinlifandi með sigurinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant, stjóri West Ham, var vitaskuld afar ánægður með 3-1 sigurinn á Wigan í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

West Ham er enn í neðsta sæti deildarinnar þar sem að Wolves vann 3-2 sigur á Sunderland á sama tíma.

En nú eru aðeins þrjú stig í öruggt sæti hjá bæði West Ham og Wolves.

Robert Green, markvörður West Ham, varði víti í síðari hálfleik í dag og reyndist það afar mikilvægt.

„Við vörðumst vel fyrir utan markið sem þeir skoruðu og vítið sem þeir fengu," sagði Grant við fjölmiðla eftir leikinn. „En þetta var sams konar frammistaða og gegn Liverpool um síðustu helgi. Við erum að spila vel í flestum leikjum."

„Öllum finnst að við eigum meira skilið úr okkar leikjum en við þurfum að sinna okkar vinnu. Þegar við gerum hlutina á réttan hátt þá fara stigin að skila sér í hús."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×