Enski boltinn

Arsene Wenger búinn að framlengja til ársins 2014

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er búinn að framlengja samning sinn við liðið um þrjú ár og er nú samningsbundinn til júní 2014. Wenger er þá búinn að vera átján ár við stjórnvölinn hjá Arsenal.

„Hjarta mitt tilheyrir Arsenal og ég þrái það að sjá þetta lið vinna titla ," sagði hinn sextugi Arsene Wenger.

Arsenal hefur unnið tvo meistaratitla undir stjórn Arsene Wenger, 1998 og 2002 en félagið hefur ekki unnið titil síðan enski bikarinn vannst 2005.

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, sagði Wenger hafa umbreytt félaginu á meistaralegan hátt og segir fótboltann sem liðið spilar vera rómaðan út um allan heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×