Biðin loksins á enda - Enski boltinn byrjar í dag Hjalti Þór Hreinsson skrifar 14. ágúst 2010 06:00 Grétar Rafn. AFP Heimsmeistaramótið í Suður-Afríku linaði þjáningar margra sem geta ekki lifað án enska boltans. Þeir geta þó tekið gleði sína á ný því veislan um helgina hefst með stórleikjum. Allir bíða spenntir eftir að sjá sitt lið en þeir hlutlausu bíða spenntastir eftir Manchester City. Yfir 100 milljónir í leikmannakaup og margir hæfileikaríkustu knattspyrnumenn heims koma þar saman í hádeginu og mæta Tottenham. Margir bíða líka spenntir eftir að sjá eina Íslendinginn í deildinni, Grétar Rafn Steinsson sem spilar með Bolton. Orðrómur er þó uppi um að Eiður Smári Guðjohnsen gangi í raðir Fulham fljótlega. Hér gefur að líta upplýsingar um liðin fyrir leikina í dag og fyrsta stórleik tímabilsins sem er á morgun þegar Liverpool tekur á móti Arsenal. Upplýsingarnar eru fengnar frá BBC.Tottenham - Manchester City Manchester City mun líklega skarta nýjum stórstjörnum á borð við Yaya Toure, David Silva, Jerome Boateng og Aleksandar Kolarov í byrjunarliðinu. Shay Given verður væntanlega í markinu. Gareth Bale verður í byrjunarliði Tottenham en bæði Roman Pavlyuchenko og Jonathan Woodgate eru frá vegna meiðsla.Aston Villa - West Ham James Milner verður væntanlega ekki með Villa en hann er á leiðinni til Manchester City. Hann var samt settur í leikmannahópinn fyrir leikinn. Villa verður án varnarmannanna James Collins og Carlos Cuellar en Curtis Davies hristir líklega af sér meiðsli líkt og Gabriel Agbonlahor. Kevin MacDonald, stjóri varaliðsins, stýrir Villa. Nýju mennirnir hjá West Ham, Pablo Barrera, Winston Reid, Tal Ben Haim og Frederic Piquionne, byrja væntanlega allir en Thomas Hitzlsperger gæti misst af því að mæta sínu gamla félagi þar sem hann haltraði af velli í æfingaleik Þjóðverja í vikunni.Blackburn - Everton Nikola Kalinic og Chris Samba eru klárir hjá Blackburn en eru ekki í mikilli leikæfingu, ekki frekar en Mame Diouf sem er í láni frá Manchester United. Vince Grella er meiddur. Marouane Fellaini byrjar líklega á bekk Everton en Tim Cahill verður í byrjunarliðinu þrátt fyrir að missa af landsleik Ástrala í vikunni vegna meiðsla.Bolton - Fulham Grétar Rafn byrjar líklega hjá Bolton sem verður án miðjumannanna Gavins McCann og Joey O'Brien. Johan Elmander og Kevin Davies gætu byrjað saman frammi. Philippe Senderos verður frá í hálft ár hjá Fulham auk þess sem Damien Duff og Andy Johnson eru meiddir.Sunderland - Birmingham Darren Bent ætti að byrja frammi en markmaðurinn Craig Gordon er meiddur. Michael Turner og Jack Colback eru í banni. Birmingham vonast til að Ben Foster geti byrjað í markinu en Stephen Carr missir líklega af leiknum líkt og Kevin Phillips sem verður frá í nokkrar vikur.Wigan - Blackpool Mauro Boselli byrjar í liði Wigan en hann á að vera stjarna liðsins í vetur. Gary Caldwell er í banni en hann er einnig meiddur og verður frá í sex vikur. Marlon Harewood gæti byrjað hjá nýliðum Blackpool sem er spáð ömurlegu gengi í vetur. Keith Southern missir af leiknum líkt og Billy Clarke og Louis Almond.Wolves - Stoke Nýju mennirnir Jelle van Damme, Steven Fletcher og Steven Mouyokolo byrja líklega hjá Úlfunum. Stephen Hunt er enn tæpur líkt og Kevin Doyle. Stjarna Stoke, Kenwyne Jones sem kom fyrir metfé frá Sunderland gæti byrjað en Abdoulaye Faye, Liam Lawrence og Glenn Whelan verða ekki með.Chelsea - WBA Englandsmeistararnir hefja titilvörnina gegn liði sem margir spá falli. Bíða þarf fram á síðustu stundu til að sjá hvort Frank Lampard nái leiknum eftir að hann sneri sig á ökkla í vikunni. Petr Cech byrjar í markinu og Alex með John Terry í miðvarðarstöðunni. Didier Drogba er óðum að ná sér eftir aðgerð en gæti spilað. Nýi maðurinn Yossi Benayoun verður líklega á bekknum. Graham Dorrans og Pablo Ibanez eru tæpir hjá WBA.Liverpool - Arsenal Fernando Torres gæti byrjað hjá Liverpool á morgun þrátt fyrir að hafa ekkert tekið þátt í undirbúningstímabilinu. Roy Hodgson hrósaði ákveðni hans í gær. Pepe Reina byrjar í markinu og Joe Cole líka. Christian Paulsen verður væntanlega á bekknum. Arsenal verður án Johan Djourou, Nicklas Bendtner og Aaron Ramsey. Alex Song, Denilson og Abou Diaby eru allir tæpir vegna meiðsla. HM-mennirnir Cesc Fabregas og Robin van Persie byrja væntanlega á bekknum. Manchester United spilar ekki fyrr en á mánudag þegar liðið mætir Newcastle. Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Suður-Afríku linaði þjáningar margra sem geta ekki lifað án enska boltans. Þeir geta þó tekið gleði sína á ný því veislan um helgina hefst með stórleikjum. Allir bíða spenntir eftir að sjá sitt lið en þeir hlutlausu bíða spenntastir eftir Manchester City. Yfir 100 milljónir í leikmannakaup og margir hæfileikaríkustu knattspyrnumenn heims koma þar saman í hádeginu og mæta Tottenham. Margir bíða líka spenntir eftir að sjá eina Íslendinginn í deildinni, Grétar Rafn Steinsson sem spilar með Bolton. Orðrómur er þó uppi um að Eiður Smári Guðjohnsen gangi í raðir Fulham fljótlega. Hér gefur að líta upplýsingar um liðin fyrir leikina í dag og fyrsta stórleik tímabilsins sem er á morgun þegar Liverpool tekur á móti Arsenal. Upplýsingarnar eru fengnar frá BBC.Tottenham - Manchester City Manchester City mun líklega skarta nýjum stórstjörnum á borð við Yaya Toure, David Silva, Jerome Boateng og Aleksandar Kolarov í byrjunarliðinu. Shay Given verður væntanlega í markinu. Gareth Bale verður í byrjunarliði Tottenham en bæði Roman Pavlyuchenko og Jonathan Woodgate eru frá vegna meiðsla.Aston Villa - West Ham James Milner verður væntanlega ekki með Villa en hann er á leiðinni til Manchester City. Hann var samt settur í leikmannahópinn fyrir leikinn. Villa verður án varnarmannanna James Collins og Carlos Cuellar en Curtis Davies hristir líklega af sér meiðsli líkt og Gabriel Agbonlahor. Kevin MacDonald, stjóri varaliðsins, stýrir Villa. Nýju mennirnir hjá West Ham, Pablo Barrera, Winston Reid, Tal Ben Haim og Frederic Piquionne, byrja væntanlega allir en Thomas Hitzlsperger gæti misst af því að mæta sínu gamla félagi þar sem hann haltraði af velli í æfingaleik Þjóðverja í vikunni.Blackburn - Everton Nikola Kalinic og Chris Samba eru klárir hjá Blackburn en eru ekki í mikilli leikæfingu, ekki frekar en Mame Diouf sem er í láni frá Manchester United. Vince Grella er meiddur. Marouane Fellaini byrjar líklega á bekk Everton en Tim Cahill verður í byrjunarliðinu þrátt fyrir að missa af landsleik Ástrala í vikunni vegna meiðsla.Bolton - Fulham Grétar Rafn byrjar líklega hjá Bolton sem verður án miðjumannanna Gavins McCann og Joey O'Brien. Johan Elmander og Kevin Davies gætu byrjað saman frammi. Philippe Senderos verður frá í hálft ár hjá Fulham auk þess sem Damien Duff og Andy Johnson eru meiddir.Sunderland - Birmingham Darren Bent ætti að byrja frammi en markmaðurinn Craig Gordon er meiddur. Michael Turner og Jack Colback eru í banni. Birmingham vonast til að Ben Foster geti byrjað í markinu en Stephen Carr missir líklega af leiknum líkt og Kevin Phillips sem verður frá í nokkrar vikur.Wigan - Blackpool Mauro Boselli byrjar í liði Wigan en hann á að vera stjarna liðsins í vetur. Gary Caldwell er í banni en hann er einnig meiddur og verður frá í sex vikur. Marlon Harewood gæti byrjað hjá nýliðum Blackpool sem er spáð ömurlegu gengi í vetur. Keith Southern missir af leiknum líkt og Billy Clarke og Louis Almond.Wolves - Stoke Nýju mennirnir Jelle van Damme, Steven Fletcher og Steven Mouyokolo byrja líklega hjá Úlfunum. Stephen Hunt er enn tæpur líkt og Kevin Doyle. Stjarna Stoke, Kenwyne Jones sem kom fyrir metfé frá Sunderland gæti byrjað en Abdoulaye Faye, Liam Lawrence og Glenn Whelan verða ekki með.Chelsea - WBA Englandsmeistararnir hefja titilvörnina gegn liði sem margir spá falli. Bíða þarf fram á síðustu stundu til að sjá hvort Frank Lampard nái leiknum eftir að hann sneri sig á ökkla í vikunni. Petr Cech byrjar í markinu og Alex með John Terry í miðvarðarstöðunni. Didier Drogba er óðum að ná sér eftir aðgerð en gæti spilað. Nýi maðurinn Yossi Benayoun verður líklega á bekknum. Graham Dorrans og Pablo Ibanez eru tæpir hjá WBA.Liverpool - Arsenal Fernando Torres gæti byrjað hjá Liverpool á morgun þrátt fyrir að hafa ekkert tekið þátt í undirbúningstímabilinu. Roy Hodgson hrósaði ákveðni hans í gær. Pepe Reina byrjar í markinu og Joe Cole líka. Christian Paulsen verður væntanlega á bekknum. Arsenal verður án Johan Djourou, Nicklas Bendtner og Aaron Ramsey. Alex Song, Denilson og Abou Diaby eru allir tæpir vegna meiðsla. HM-mennirnir Cesc Fabregas og Robin van Persie byrja væntanlega á bekknum. Manchester United spilar ekki fyrr en á mánudag þegar liðið mætir Newcastle.
Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira