Enski boltinn

Tilkynning frá Hicks og Gillett: Munum fara fram á skaðabætur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Þeir Tom Hicks og George Gillett, eigendur Liverpool, hafa sent frá sér tilkynningu vegna yfirvofandi sölu þess til bandaríska eignarhaldsfélagsins NESV.

Í tilkynningunni virðast þeir gefa upp alla von um að koma í veg fyrir söluna til NESV. Þeir sætta sig hins vegar ekki við hana og munu fara fram á skaðabætur upp á 1,6 milljarða dollara.

„Um er að ræða risavaxið svindl sem mun hafa hræðilegar afleiðingar í för með sér fyrir félagið sjálft og stuðningsmenn," segir í yfirlýsingunni sem má lesa í held sinni, á ensku, neðst í greininni.

Málið snýst allt um skuld félagsins við RBS-bankann sem er með gjalddaga í dag. Í tilkynningunni hafi komið fram að RBS hafi hafnað beiðni eigendanna um að greiða skuldina að fullu fyrir lok dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×