Enski boltinn

Kolkrabbinn Paul spáir að England fái HM 2018 - John Barnes ánægður

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Paul spáir Englandi HM.
Paul spáir Englandi HM. AFP
Kolkrabbinn Paul styður England í kappinu um HM árið 2018. Þetta varð ljóst í gær.

Kolkrabbinn valdi þá úr boðunum úr búri sínu og valdi matarpakkann sem stóð á England. Hann varð frægur fyrir að tippa rétt á úrslit á HM í Suður-Afríku.

Síðan þá hefur hann skrifað undir bókasamning, auglýsingasamninga auk þess sem hann mun koma fram í kvikmynd.

Gamla Liverpool-goðsögnin John Barnes sagði þetta um Paul: "Hann er að verða opinber sendifulltrúi þessa frábæra boðs okkar um HM."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×