Enski boltinn

Edgar Davids til Crystal Palace

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Crystal Palace hefur gengið frá samningi við miðjumanninn Edgar Davids. Hann fær borgað eftir því hversu mikið hann spilar fyrir félagið.

Palace leikur í ensku Championship deildinni. Davids er 37 ára gamall og hafði verið án félags eftir að hafa yfirgefið Ajax árið 2008.

"Þetta er spennandi tækifæri fyrir mig. Ég vil njóta fótboltans og sýna hvað ég get gert," sagði Davids sem hefur æft með Ajax undanfarið.

Hann hefur meðal annars leikið með AC Milan, Juventus, Barcelona, Inter Milan og Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×