Enski boltinn

Terry var búinn að afskrifa Arsenal

Elvar Geir Magnússon skrifar
John Terry, fyrirliði Chelsea.
John Terry, fyrirliði Chelsea.

John Terry segir Arsenal hafa komið sér á óvart á leiktíðinni. Hann var búinn að afskrifa liðið fyrir áramót en nú er það í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn.

„Skyndilega kom Arsenal bakdyramegin í þessa baráttu. Við og United höfum misstigið okkur á stöðum sem við áttum ekki að gera. Þegar við unnum þá í nóvember vorum við ellefu stigum á undan og ég var búinn að afskrifa þá," segir Terry.

„Þeir hafa verið að glíma við meiðsli og eru með mjög ungt lið. Þeir hafa gert góða hluti. Það er mjög erfitt fyrir minni lið að mæta á Emirates og glíma við þeirra leikstíl."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×