Enski boltinn

Milner fer til City eftir allt saman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Milner er að kveðja Aston Villa.
Milner er að kveðja Aston Villa.

Vængmaðurinn James Milner er á leiðinni til Man. City eftir allt saman. Aston Villa og Man. Citu hafa komið sér saman um kaupverð.

Stephen Ireland er hluti af kaupverðinu og hann mun því fara yfir til Villa.

Kaupin voru komin í talsverða hættu því Milner hafði hótað því að spila með Villa í Evrópukeppninni á fimmtudag. Hann hefði þar af leiðandi orðið ólöglegur með Man. City í Evrópukeppninni og því hefðu kaupin líklega ekki gengið eftir.

Milner fer í læknisskoðun í dag. Hann mun síðan semja um kaup og kjör sem verður væntanlega ekki vandamál enda greiðir Man. City það sem menn biðja um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×