Enski boltinn

Alltaf dreymt um að spila með Giggs og Scholes

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mexíkóinn Javier Hernandez segir að gamall draumur sé að rætast hjá honum þessa dagana. Hann segist nefnilega alltaf hafa dreymt um að spila með Ryan Giggs og Paul Scholes.

Þessi 22 ára framherji var algjörlega óþekktur þegar Man. Utd er hann var keyptur frá Chivas í sumar.

Hann spilaði vel með Mexíkó á HM í sumar og skoraði síðan grimmt á undirbúningstímabilinu með United. Hann skoraði einnig eftirminnilegt mark í leiknum um Samfélagsskjöldinn gegn Chelsea.

Frammistaða hans það sem af er hefur þegar gert hann mjög vinsælan hjá stuðningsmönnum félagsins.

"Ég er að lifa drauminn sem ég hef átt síðan ég var 10 ára. Ég elska þetta lið sem og Scholes og Giggs. Ég vildi alltaf vera eins og þeir," sagði Hernandez.

"Ég ætla að njóta þessa tækifæris og vaxa sem leikmaður. Ég vil líka vinna Meistaradeildina með þessu liði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×