Enski boltinn

Sir Alex hrósar Scholes í hástert

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Scholes í leiknum í gær.
Scholes í leiknum í gær. GettyImages
Hinn 35 ára gamli Paul Scholes stal senunni í 3-0 sigri Manchester United á Newcastle í gær. Hann var hreint magnaður í sigrinum en Dimitar Berbatov, Ryan Giggs og Darren Fletcher skoruðu mörkin.

"Hann sýndi að á þessum aldrei missir maður ekkert það sem maður hefur, sendingarnar, yfirsýnina og hann kann enn að spila leikinn," sagði Sir Alex Ferguson fullur lotningar.

"Leikurinn þarf á því að halda. Það eru mýmargir góðir leikmenn í landinu," sagði Ferguson en Scholes sjálfur sagði sjálfur að mikilvægast hefði verið að vinna leikinn.

"Við hefðum kannski átt að skora meira en þetta var góð frammistaða," sagði miðjumaðurinn sem fékk einnig hrós frá Chris Hughton, stjóra Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×